Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   lau 28. september 2024 17:52
Brynjar Ingi Erluson
Maresca ánægður: Við erum á undan áætlun
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, var ánægður með 4-2 sigurinn á Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag og hrósaði þá Cole Palmer sérstaklega fyrir frammistöðu hans í leiknum.

Palmer skoraði fernu og hjálpaði Chelsea að komast upp 3. sæti deildarinnar.

Liðið hefur spilað feykilega skemmtilegan sóknarsinnaðan bolta undir Maresca á tímabilinu en ekkert lið hefur skorað fleiri mörk en Chelsea í byrjun tímabils.

„Ótrúlega góður sigur. Við hefðum getað gert betur í sumum augnablikum leiksins, en á heildina litið var sigurinn verðskuldaður. Þetta er leikur þar sem liðið þarf að læra að að bæta hluti þannig þetta var frábær dagur fyrir mig,“ sagði Maresca, sem hrósaði síðan Palmer.

„Hann skoraði fjögur. Ég sagði við hann að hann hefði getað skorað tvö eða þrjú til viðbótar. Ég hef þekkt Cole síðan hann var hjá Man City. Þetta er alger topp leikmaður og hann verður að halda áfram á sömu braut.“

Maresca benti líka á augnablik sem hann var ekkert allt of hrifinn af, en sáttur með úrslitin og segir liðið hafa tekið miklum framförum snemma tímabils.

„Mörkin tvö sem við fáum á okkur geta gerst. Mikilvægasta er að liðið haldi áfram að spila með sama hætti, með því að skapa mörg færi. Við erum ánægðir.“

„Við gætum kannski lesið augnablikin betur. Við vorum 1-0 undir og komumst síðan í 3-1. Það er ekki beint augnablikið til að fara taka sénsa.“

„Við erum með marga leikmenn og í vikunni spiluðum við í bikarnum og síðan aftur núna. Það eru mínútur fyrir alla.“

„Ég var meira einbeittur á framfarir liðsins, frekar en úrslitin sjálf. Við erum á undan áætlun ef við miðum við mínar væntingar og hvernig við viljum spila,“
sagði Maresca.
Athugasemdir
banner
banner
banner