Afturelding leika í efstu deild karla í fyrsta sinn á næsta ári. Liðið lék gegn Keflavík í úrslitaleik um sæti í Bestu-deildinni. Leikar enduðu með 1-0 sigri Aftureldingar sem þar með tryggðu sér sæti Bestu-deildinni. Elmar Kári Cogic leikmaður Aftureldingar mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Keflavík 0 - 1 Afturelding
„Ég er ekki ennþá búinn að átta mig á þessu. Ég er í skýjunum, þetta er draumur að rætast.
Maður er búinn að æfa eins og... ég ætla bara að blóta, eins og motherfucker í allan vetur. Ég elska þessa stráka af öllu hjarta, við vissum að við gætum gert þetta. Við erum að fara í Bestu."
„Þetta var leiðinlegasti leikur sem ég hef á ævinni spilað. Sem betur fer kláruðum við þetta 1-0. Ég get ekki beðið að fara fagna."
Elmar var spurður hvernig fögnuðinum yrði háttað.
„Ég get ekki sagt þér það hérna, það kemur í ljós í kvöld."
Viðtalið við Elmar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir