Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 28. september 2024 18:19
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu fyrsta mark Orra með Sociedad
Orri Steinn er kominn á blað með Sociedad
Orri Steinn er kominn á blað með Sociedad
Mynd: Getty Images
Orri Steinn Óskarsson skoraði sitt fyrsta mark með spænska félaginu Real Sociedad er hann kom liðinu í 2-0 gegn Valencia á heimavelli í dag.

Framherjinn hefur farið fremur rólega af stað með liðinu en hann hafði byrjað einn leik og komið inn af bekknum í fjórum án þess að komast á blað.

Það kom loks að fyrsta marki hans í dag. Orri kom inn af bekknum á 61. mínútu og gerði annað mark liðsins tíu mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma.

Brais Mendez slapp einn í gegn hægra megin og kom Orri með hlaupið á fjær. Mendez keyrði inn á teiginn og kom boltanum á fjær á Orra sem setti boltann framhjá Giorgi Mamardashvili og í netið.

Laglegt fyrsta mark Orra og vonandi eitt af fjölmörgum á þessu tímabili.

Sjáðu fyrsta mark Orra hér
Athugasemdir
banner
banner