sun 31.maí 2020 16:45 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð |
|
Spá Fótbolta.net - 9. sæti: ÍA
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Skagamenn endi í 9. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. ÍA endar í níunda sæti ef spáin rætist.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ÍA 44 stig
10. HK 43 stig
11. Grótta 20 stig
12. Fjölnir 14 stig
Um liðið: ÍA hóf síðasta tímabili, sem nýliði í deildinni, af geysilegum krafti en hrapaði svo niður töfluna og endaði að lokum í 10. sæti. Væntingar þeirra gulu voru miklar eftir góða byrjun en svo fór allt í baklás. Þetta sögufræga félag hefur átján sinnum orðið Íslandsmeistari en nítján ár eru síðan Skagamenn lyftu þeim stóra.
Þjálfari - Jóhannes Karl Guðjónsson: Gríðarlega metnaðarfullur og ætlar sér langt í bransanum. Var valinn þjálfari ársins í Inkasso-deildinni 2017 þegar hann stýrði HK. Var svo ráðinn til uppeldisfélagsins og kom því aftur upp í deild þeirra bestu. Sigurður Jónsson var hans hægri hönd í tvö ár en fyrir þetta tímabil voru Arnór Snær Guðmundsson og Ingimar Elí Hlynsson ráðnir aðstoðarþjálfarar.
Styrkleikar: Liðið er með marga leikmenn sem eru uppaldir Skagamenn og fótboltamenningin á Akranesi er þannig að mikill áhugi er á liðinu og stuðningsmenn eru kröfuharðir. Liðið er kraftmikið og oft erfitt viðureignar. Þeir eru með nokkra leikmenn sem eru með gæði til að gera gæfumun í leikjum og geta leitað í unga leikmenn en ÍA hefur orðið Íslandsmeistari 2. flokks síðustu tvö ár.
Veikleikar: ÍA hefur verið mikið í umræðunni vegna peningamála og liðin í efri hlutanum hafa verið að sækjast eftir þeirra sterkustu leikmönnum. Spurning er hvernig leikmenn ná að stilla hausinn fyrir verkefni sumarsins. Liðið náði engan veginn að finna taktinn í fyrra eftir að hafa farið út af sporinu og andstæðingarnir lásu þá auðveldlega. Heimavallarárangur liðsins verður að batna en aðeins liðin sem féllu voru með verri árangur heima en Skagamenn.
Lykilmenn: Stefán Teitur Þórðarson og Tryggvi Hrafn Haraldsson. Stefán Teitur er U21 landsliðsmaður á miðjunni en þessi stóri og stæðilegi leikmaður er undir smásjá erlendra félaga. Tryggvi Hrafn er gríðarlega hæfileikaríkur sóknarmaður og ÍA treystir á að hann verði í stuði í sumar. Þegar hann er í gírnum eru þeir gulu til alls líklegir. Nokkur af stærstu félögum landsins hafa reynt að kroppa í hann.
Gaman að fylgjast með: Leikstíll ÍA hefur verið virkilega beinskeyttur undanfarin ár og mikið magn af löngum boltum fram. Skagamenn hafa kallað eftir því að 'meiri fótbolti' verði spilaður hjá liðinu og því hefur Jói Kalli svarað. Liðið ætlar að halda boltanum meira og sækja meira. Fróðlegt verður að sjá hvernig liðinu vegnar í þessari þróun sinni.
Spurningarnar: Mun ÍA ná að halda Tryggva Hrafni? Hvernig verða leikmenn stilltir inn í tímabilið? Hvernig gengur liðinu að þróa spilamennskuna?
Völlurinn: Norðurálsvöllurinn. Það er alltaf nostalgíufílingur að skella sér á Akranes og þegar sólin skín hentar brekkan ákaflega vel.
Þjálfarinn segir - Jóhannes Karl Guðjónsson
„Ég ber virðingu fyrir því að okkur sé spáð 9. sæti. Okkar markmið eru að gera betur en í fyrra (10. sæti) og erum með háleitari markmið en það sem okkur er spáð í þessari spá. Mér líst vel á deildina en staðan er þannig að ég get alveg séð deildina skiptast í tvennt en við stefnum á allt annað en að vera í fallbaráttu. Breytingar hafa orðið á liðunum vegna umhverfisins í dag sem gæti þýtt að bilið á milli efri liðanna og þeirra neðri aukist. Við viljum gera betur en í fyrra þar sem við byrjuðum vel en svo fjaraði svolítið undan þessu hjá okkur."
Komnir:
Leó Reynisson frá Fylki
Farnir:
Albert Hafsteinsson í Fram
Arnór Snær Guðmundsson hættur
Dino Hodzic
Einar Logi Einarsson í Kára
Gonzalo Zamorano í Víking Ó.
Hörður Ingi Gunnarsson í FH
Fyrstu fimm leikir ÍA:
14. júní ÍA - KA
21. júní FH - ÍA
28. júní ÍA - KR
3. júlí Valur - ÍA
8. júlí ÍA - HK
Sjá einnig:
Hin hliðin - Bjarki Steinn Bjarkason
Hin hliðin - Stefán Teitur Þórðarson
Hin hliðin - Jón Gísli Eyland
Leikmenn ÍA sumarið 2020:
1 - Aron Bjarki Kristjánsson
3 - Óttar Bjarni Guðmundsson
4 - Aron Kristófer Lárusson
5 - Benjamin Mehic
6 - Jón Gísli Eyland Gíslason
7 - Sindri Snær Magnússon
8 - Hallur Flosason
9 - Viktor Jónsson
10 - Tryggvi Hrafn Haraldsson
11 - Arnar Már Guðjónsson
12 - Árni Snær Ólafsson
14 - Ólafur Valur Valdimarsson
15 - Leó Ernir Reynisson
16 - Brynjar Snær Pálsson
17 - Gísli Laxdal Unnarsson
18 - Stefán Teitur Þórðarson
19 - Bjarki Steinn Bjarkason
21 - Marteinn Theodórsson
22 - Steinar Þorsteinsson
24 - Hlynur Sævar Jónsson
25 - Sigurður Hrannar Þorsteinsson
26 - Mikael Hrafn Helgason
27 - Ólafur Karel Eiríksson
28 - Elís Dofri G Gylfason
30 - Marvin Steinarsson
93 - Marcus Johansson
Spámennirnir: Arnar Daði Arnarsson, Benedikt Bóas Hinriksson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Gunnar Birgsson, Hafliði Breiðfjörð, Ingólfur Sigurðsson, Magnús Már Einarsson, Sverrir Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, Tómas Þór Þórðarson
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ÍA 44 stig
10. HK 43 stig
11. Grótta 20 stig
12. Fjölnir 14 stig
Um liðið: ÍA hóf síðasta tímabili, sem nýliði í deildinni, af geysilegum krafti en hrapaði svo niður töfluna og endaði að lokum í 10. sæti. Væntingar þeirra gulu voru miklar eftir góða byrjun en svo fór allt í baklás. Þetta sögufræga félag hefur átján sinnum orðið Íslandsmeistari en nítján ár eru síðan Skagamenn lyftu þeim stóra.
Þjálfari - Jóhannes Karl Guðjónsson: Gríðarlega metnaðarfullur og ætlar sér langt í bransanum. Var valinn þjálfari ársins í Inkasso-deildinni 2017 þegar hann stýrði HK. Var svo ráðinn til uppeldisfélagsins og kom því aftur upp í deild þeirra bestu. Sigurður Jónsson var hans hægri hönd í tvö ár en fyrir þetta tímabil voru Arnór Snær Guðmundsson og Ingimar Elí Hlynsson ráðnir aðstoðarþjálfarar.
Styrkleikar: Liðið er með marga leikmenn sem eru uppaldir Skagamenn og fótboltamenningin á Akranesi er þannig að mikill áhugi er á liðinu og stuðningsmenn eru kröfuharðir. Liðið er kraftmikið og oft erfitt viðureignar. Þeir eru með nokkra leikmenn sem eru með gæði til að gera gæfumun í leikjum og geta leitað í unga leikmenn en ÍA hefur orðið Íslandsmeistari 2. flokks síðustu tvö ár.
Veikleikar: ÍA hefur verið mikið í umræðunni vegna peningamála og liðin í efri hlutanum hafa verið að sækjast eftir þeirra sterkustu leikmönnum. Spurning er hvernig leikmenn ná að stilla hausinn fyrir verkefni sumarsins. Liðið náði engan veginn að finna taktinn í fyrra eftir að hafa farið út af sporinu og andstæðingarnir lásu þá auðveldlega. Heimavallarárangur liðsins verður að batna en aðeins liðin sem féllu voru með verri árangur heima en Skagamenn.
Lykilmenn: Stefán Teitur Þórðarson og Tryggvi Hrafn Haraldsson. Stefán Teitur er U21 landsliðsmaður á miðjunni en þessi stóri og stæðilegi leikmaður er undir smásjá erlendra félaga. Tryggvi Hrafn er gríðarlega hæfileikaríkur sóknarmaður og ÍA treystir á að hann verði í stuði í sumar. Þegar hann er í gírnum eru þeir gulu til alls líklegir. Nokkur af stærstu félögum landsins hafa reynt að kroppa í hann.
Gaman að fylgjast með: Leikstíll ÍA hefur verið virkilega beinskeyttur undanfarin ár og mikið magn af löngum boltum fram. Skagamenn hafa kallað eftir því að 'meiri fótbolti' verði spilaður hjá liðinu og því hefur Jói Kalli svarað. Liðið ætlar að halda boltanum meira og sækja meira. Fróðlegt verður að sjá hvernig liðinu vegnar í þessari þróun sinni.
Spurningarnar: Mun ÍA ná að halda Tryggva Hrafni? Hvernig verða leikmenn stilltir inn í tímabilið? Hvernig gengur liðinu að þróa spilamennskuna?
Völlurinn: Norðurálsvöllurinn. Það er alltaf nostalgíufílingur að skella sér á Akranes og þegar sólin skín hentar brekkan ákaflega vel.
Þjálfarinn segir - Jóhannes Karl Guðjónsson
„Ég ber virðingu fyrir því að okkur sé spáð 9. sæti. Okkar markmið eru að gera betur en í fyrra (10. sæti) og erum með háleitari markmið en það sem okkur er spáð í þessari spá. Mér líst vel á deildina en staðan er þannig að ég get alveg séð deildina skiptast í tvennt en við stefnum á allt annað en að vera í fallbaráttu. Breytingar hafa orðið á liðunum vegna umhverfisins í dag sem gæti þýtt að bilið á milli efri liðanna og þeirra neðri aukist. Við viljum gera betur en í fyrra þar sem við byrjuðum vel en svo fjaraði svolítið undan þessu hjá okkur."
Komnir:
Leó Reynisson frá Fylki
Farnir:
Albert Hafsteinsson í Fram
Arnór Snær Guðmundsson hættur
Dino Hodzic
Einar Logi Einarsson í Kára
Gonzalo Zamorano í Víking Ó.
Hörður Ingi Gunnarsson í FH
Fyrstu fimm leikir ÍA:
14. júní ÍA - KA
21. júní FH - ÍA
28. júní ÍA - KR
3. júlí Valur - ÍA
8. júlí ÍA - HK
Sjá einnig:
Hin hliðin - Bjarki Steinn Bjarkason
Hin hliðin - Stefán Teitur Þórðarson
Hin hliðin - Jón Gísli Eyland
Leikmenn ÍA sumarið 2020:
1 - Aron Bjarki Kristjánsson
3 - Óttar Bjarni Guðmundsson
4 - Aron Kristófer Lárusson
5 - Benjamin Mehic
6 - Jón Gísli Eyland Gíslason
7 - Sindri Snær Magnússon
8 - Hallur Flosason
9 - Viktor Jónsson
10 - Tryggvi Hrafn Haraldsson
11 - Arnar Már Guðjónsson
12 - Árni Snær Ólafsson
14 - Ólafur Valur Valdimarsson
15 - Leó Ernir Reynisson
16 - Brynjar Snær Pálsson
17 - Gísli Laxdal Unnarsson
18 - Stefán Teitur Þórðarson
19 - Bjarki Steinn Bjarkason
21 - Marteinn Theodórsson
22 - Steinar Þorsteinsson
24 - Hlynur Sævar Jónsson
25 - Sigurður Hrannar Þorsteinsson
26 - Mikael Hrafn Helgason
27 - Ólafur Karel Eiríksson
28 - Elís Dofri G Gylfason
30 - Marvin Steinarsson
93 - Marcus Johansson
Spámennirnir: Arnar Daði Arnarsson, Benedikt Bóas Hinriksson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Gunnar Birgsson, Hafliði Breiðfjörð, Ingólfur Sigurðsson, Magnús Már Einarsson, Sverrir Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, Tómas Þór Þórðarson