Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   fös 31. maí 2024 19:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ried
Alexandra: Ekki fótboltaleikur sem hún var að dæma
Icelandair
Alexandra Jóhannsdóttir.
Alexandra Jóhannsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ætli ég sé ekki bara svolítið svekkt?" sagði Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður landsliðsins, eftir 1-1 jafntefli gegn Austurríki í undankeppni EM 2025 í dag.

„Við fáum á okkur klaufalegt víti og fáum svo nóg af færum. Við förum með blóð á tönnunum inn í leikinn á þriðjudaginn."

Lestu um leikinn: Austurríki 1 -  1 Ísland

Vítaspyrnan sem Austurríki fékk var dæmt á Alexöndru, en hún var ekki par sátt við dómara leiksins sem kom frá Finnlandi.

„Mér fannst ég ekki vera inn í teig, en ég held að ég hafi verið inn í teig. Miðað við hvernig línan var í leiknum, ætli þetta hafi ekki þá verið víti? Hún gaf mér spjald og tók ekki spjaldið í burtu fyrr en Glódís lét hana heyra það. Segir það ekki svolítið hvernig dómari þetta er?"

„Mér fannst þetta ekki vera fótboltaleikur sem hún var að dæma. Þetta líktist körfubolta svolítið á tímabili. Það mátti ekki gera neitt. Við hefðum átt að vera klókar líka og henda okkur niður eins og þær," sagði Alexandra.

Alexandra vann svo vítið sem við fengum. Var það vítaspyrna? „Já, er það ekki bara? Fór þetta ekki í höndina á henni? Er olnboginn ekki hluti af höndinni?"

Við getum tekið margt jákvætt úr leiknum fyrir næsta leik á móti Austurríki á þriðjudaginn. „Það er nýtt lið á þriðjudaginn, nýtt sett sem dæmir og við sjáum hvort línurnar verði öðruvísi. Við sjáum hvort þær höndli það þá. Við erum að fara á heimavöll og við erum góðar á heimavelli. Mér finnst við vera stærri aðilinn farandi inn í leikinn á þriðjudaginn."
Athugasemdir
banner