Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   lau 31. ágúst 2024 14:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Championship: Arnór ónotaður varamaður
Arnór Sigurðsson.
Arnór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Aaron Ramsey.
Aaron Ramsey.
Mynd: Getty Images
Þremur leikjum er lokið í ensku Championship deildinni í dag. 4. umferðin er spiluð um helgina.

Burnley og Blackburn gerðu 1-1 jafntefli þar sem lið Blacburn lék manni færra frá 57. mínútu.

Arnór Sigurðsson, sem var hetja Blacbkurn um síðustu helgi, kom ekki við sögu á Turf Moor í dag. Arnór lék allan leikinn gegn Blackpool í deildabikarnum í vikunni.

Middlesbrough vann 0-2 útisigur á Cardiff þar sem mörkin komu í seinni hálfleik. Aaron Ramsey, fyrirliði heimamanna í Cardiff, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark sem innsiglaði sigur Cardff.

Þá vann Norwich 0-1 útisigur á Coventry þar sem Borja Sainz reyndist hetjan. Spánverjinn skoraði eina mark leiksins í byrjun seinni hálfleiks.

Umferðin heldur áfram í dag og klárast svo á morgun með leik Sheffield United og Watford.

Blacbkurn er með átta stig, Burnley er með sjö eins og Boro, Norwich er með fimm, Coventry fjögur og Cardiff er á botninum með eitt stig.

Burnley 1 - 1 Blackburn
1-0 Lyle Foster ('10 )
1-1 Andreas Weimann ('23 )
Rautt spjald: Makhtar Gueye, Blackburn ('57)

Cardiff City 0 - 2 Middlesbrough
0-1 Matt Clarke ('55 )
0-2 Aaron Ramsey ('82 , sjálfsmark)

Coventry 0 - 1 Norwich
0-1 Borja Sainz ('49 )
Athugasemdir
banner
banner