Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 31. ágúst 2024 22:46
Brynjar Ingi Erluson
Davíð Kristján kom inn af bekknum og skoraði - Jón Dagur þreytti frumraun sína með Herthu Berlín
Davíð Kristján skoraði annað deildarmark sitt fyrir Cracovia
Davíð Kristján skoraði annað deildarmark sitt fyrir Cracovia
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikinn Davíð Kristján Ólafsson var á skotskónum með Cracovia sem tapaði fyrir Radomiak Radom, 2-1, í pólsku úrvalsdeildinni í dag.

Davíð byrjaði á bekknum hjá Cracovia í dag en kom inn í hálfleik er lið hans var 2-0 undir.

Hálftíma fyrir leikslok minnkaði Davíð muninn en þetta var annað markið sem hann skorar fyrir liðið. Sem betur fer fyrir Davíð er VAR í Póllandi, en skot hans fór í liðsfélaga hans sem stóð á línunni.

Með hjálp VAR sást að boltinn var kominn inn fyrir línuna er boltinn fór í liðsfélagann og stóð því markið. Cracovia er í 2. sæti með 13 stig eftir sjö leiki.

Jón Dagur Þorsteinsson lék sinn fyrsta leik fyrir Herthu Berlín sem vann Kaiserslautern, 4-3, í þýsku B-deildinni. Jón Dagur kom inn af bekknum þegar fimmtán mínútur voru eftir og fjórum mínútum síðar gerði Hertha sigurmarkið.

Hertha er í 6. sæti með 7 stig.

Elías Már Ómarsson var í byrjunarliði NAC Breda sem tapaði fyrir Heerenveen, 4-0, í hollensku úrvalsdeildinni. Breda er í 14. sæti með 3 stig. Rúnar Þór Sigurgeirsson var á meðan í byrjunarliði Willem II sem tapaði fyrir Spörtu Rotterdam, 2-1. Willem er með 5 stig í 9. sæti deildarinnar.

Júlíus Magnússon var með fyrirliðabandið í 2-0 sigri Fredrikstad á Odd í norsku úrvalsdeildinni. Liðið er í 5. sæti með 34 stig þegar níu umferðir eru eftir.

Kristófer Jónsson og Stígur Diljan Þórðarson komu báðir inn af bekknum í 1-0 tapi Triestina gegn Union Clodiense í ítölsku C-deildinni.

Stígur Diljan var að spila sinn fyrsta leik fyrir Triestina, en hann kom frá Benfica í sumar. Triestina er með 3 stig eftir tvo leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner