Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 31. ágúst 2024 14:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Karólína átti stóran þátt í dramatískum sigri - Amanda lagði upp og varð meistari
Rosengård gjörsamlega óstöðvandi
Karólína öflug.
Karólína öflug.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Amanda lagði upp og varð meistari.
Amanda lagði upp og varð meistari.
Mynd: Twente
Íslenskar landsliðskonur voru í eldlínunni í evrópska boltanum í dag. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var í byrjunarliði Bayer Leverkusen þegar liðið vann dramatískan útsigur á Freiburg.

Leverkusen lenti 1-0 undir í leiknum en Karólína Lea lagði upp jöfnunarmark Leverkusen á 37. mínútu þegar hún lagði boltann út á Janou Levels sem skoraði með góðu skoti utarlega úr teignum.

Karólína var svo aftur á ferðinni á 45. mínútu þegar hún átti tilraun eftir hornspyrnu, þefaði boltann upp en hitti hann ekki nógu vel, en þó svo vel að boltinn hrökk af varnarmanni og fyrir Selina Ostermeier sem kom boltanum í netið.

Freiburg jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu á 81. mínútu en Leverkusen fékk vítaspyrnu skömmu síðar og Kristin Kogel tryggði gestunum öflugan sigur í fyrstu umferð þýsku deildarinnar.

Í Svíþjóð var Guðrún Arnardóttir á sínum stað í liði Rosengård. Gestirnir frá Rosengård gerðu sér lítið fyrir og unnu 1-5 útisigur á AIK. Rosengård er langefst í deildinni, enda með fullt hús stiga eftir sautján umferðir.

Belgía: Góður sigur hjá Leuven
Belgíska deildin fór þá á af stað í dag og var Diljá Ýr Zomers í byrjunarliði Leuven sem mætti Club Brugge á útivelli.

Eitt mark var skorað í leiknum og kom það á 68. mínútu eftir hornspyrnu. Góð byrjun hjá Leuven á tímablinu. Diljá var markahæst í deildinni á síðasta tímabili.

Holland: Amanda ofurbikarmeistari
Amanda Andradóttir byrjaði á bekknum en kom inn á í hálfleik þegar Twente valtaði yfir Ajax í leiknum um hollenska ofurbikarinn.

Amanda lagði upp fimmta mark Twente, lagði upp á Jaimy Ravensbergen sem skoraði tvö mörk sem varamaður í dag.

Twente er ríkjandi meistari í Hollandi en Ajax vann bikarinn síðasta haust.

Þá lék Madrid CFF, lið Hildar Antonsdóttur, æfingaleik gegn Lyon í dag. Fransa stórliðið vann 2-0 sigur á Madrídingum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner