Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   lau 31. ágúst 2024 10:00
Elvar Geir Magnússon
Liverpool gæti reynt að fá Guehi að ári - Osimhen bálreiður
Powerade
Marc Guehi.
Marc Guehi.
Mynd: Getty Images
Victor Osimhen.
Victor Osimhen.
Mynd: Getty Images
Það er ekki hægt að segja að slúðurpakki dagsins sé efnismikill enda nýbúið að loka glugganum og komið í ljós hverjir komu og fóru í sumarglugganum. En það er nú hægt að finna einhverja mola!

Liverpool gæti reynt að fá Marc Guehi (24) miðvörð Crystal Palace og enska landsliðsins næsta sumar. Þá mun hann aðeins eiga eitt ár eftir af samningi sínum. Newcastle reyndi að fá Guehi í sumar. (Mirror)

Eftir að hafa mistekist að landa Guehi þá mistókst Newcastle einnig í tilraunum sínum til að fá sænska vængmanninn Anthony Elanga (22) frá Nottingham Forest á gluggadeginum. (Sun)

Manchester United hafnaði lásntilboðum frá Real Betis í brasilíska vængmanninn Antony (24) og danska miðjumanninn Christian Eriksen (32) á gluggadeginum. (Mail)

Nígeríski sóknarmaðurinn Victor Osimhen (25) verður ekki í leikmannahópi Napoli eftir að hafa möguleg skipti hans til Chelsea runnu út í sandinn. (Sky Sports)

Al Ahli hætti við að kaupa Osimhen eftir að Napoli hækkaði verðmiðann örlítið á síðustu stundu. Osimhen og umboðsmenn hans urðu bálreiðir út í æðstu menn Napoli. (Football Italia)

Chelsea samdi við Napoli um kaupverð en gat ekki náð samkomulagi við leikmanninn sjálfan um kaup og kjör. (Football Italia)

Fyrirhuguð sala Chelsea á sóknarmanninum Deivid Washington (19) til Strasbourg féll niður eftir að óttast var að það þyrfti að rannsaka skiptin þar sem bæði félög eru í eigu Todd Boehly og félaga í BlueCo. (L'Equipe)

Skoska félagið Celtic fékk til sín þrjá leikmenn á gluggadeginum. Sóknarmiðjumaðurinn Luke McCowan (26) kom frá Dundee, belgíski miðjumaðurinn Arne Engels (20) frá Augsburg og miðvörðurinn Auston Trusty (26) frá Sheffield United. (BBC)
Athugasemdir
banner
banner
banner