Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 31. ágúst 2024 08:20
Fótbolti.net
Samantekt - Það helsta sem gerðist á gluggadeginum
Raheem Sterling er kominn til Arsenal.
Raheem Sterling er kominn til Arsenal.
Mynd: Getty Images
Jadon Sancho fór til Chelsea.
Jadon Sancho fór til Chelsea.
Mynd: Getty Images
Manchester United fékk Ugarte.
Manchester United fékk Ugarte.
Mynd: Getty Images
McTominay í Napolí.
McTominay í Napolí.
Mynd: Getty Images
Orri Steinn er farinn til Spánar.
Orri Steinn er farinn til Spánar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Nketiah að hringja.
Nketiah að hringja.
Mynd: Crystal Palace
Todd Boehly.
Todd Boehly.
Mynd: Getty Images
Ensku úrvalsdeildarfélögin eyddu meira en 1,96 milljarði punda í sumarglugganum sem er rúmlega tvöfalt meira en næsta deild á eftir, ítalska A-deildin.

Átta félög í deildinni settu félagsmet í eyðslu í einum glugga en klukkan 22:00 í gær var glugganum skellt í lás. Hér má sjá samantekt á því helsta sem átti sér stað.

Hvernig þróaðist gluggadagurinn?
Tvær af stærstu fréttiunum voru staðfestar í nótt, vel eftir að glugganum var lokað. Búið var að skila inn öllum gögnum á tilsettum tíma en enska úrvalsdeildin þurfti smá tíma til að yfirfara þau. Eftir að Arsenal fékk Raheem Sterling lánaðan þá staðfesti Chelsea að félagið hefði fengið Jadon Sancho frá Manchester United.

   31.08.2024 00:46
Sterling til Arsenal (Staðfest)

   31.08.2024 01:43
Jadon Sancho til Chelsea (Staðfest) - Árangurstengd kaupskylda


Sádi-Arabía heillar
Seint í gær var einnig tilkynnt að Ivan Toney hefði kvatt ensku úrvalsdeildina og væri kominn í peningana í Sádi-Arabíu

   30.08.2024 23:59
Brentford kveður Toney (Staðfest) - „Goðsögn hjá félaginu"


Miðjubreytingar á Old Trafford
Það var annasamur gluggi hjá Manchester United og nóg að gera á þeirra skrifstofu á gluggadeginum. Úrúgvæski miðjumaðurinn Manuel Ugarte var keyptur frá PSG en Scott McTominay seldur til Napoli.

   30.08.2024 20:33
Ugarte mættur til Man Utd (Staðfest)

   30.08.2024 19:11
McTominay mættur til Napoli (Staðfest)


Íslendingar á faraldsfæti
Færum okkur aðeins frá ensku úrvalsdeildinni. Af Íslendingum sem færðu sig um set voru skipti Orra Steins Óskarssonar frá FCK til Real Sociedad þau langstærstu.

   30.08.2024 20:58
Orri Steinn orðinn leikmaður Sociedad (Staðfest) - Kynntur með FC24

   30.08.2024 11:19
Hólmbert til Preussen Münster (Staðfest) - „Spennandi ævintýri"

   30.08.2024 19:34
Valgeir Lunddal orðinn leikmaður Fortuna Dusseldorf (Staðfest)


Fóru frá Arsenal
Aftur í ensku úrvalsdeildina. Af öðrum áhugaverðum skiptum þar má nefna að Eddie Nketiah og Aaron Ramsdale fóru frá Arsenal til Crystal Palace og Southampton.

   30.08.2024 21:57
Nketiah til Crystal Palace (Staðfest) - „Gott að vera kominn aftur heim"

   30.08.2024 11:53
Southampton kaupir Ramsdale (Staðfest) - Verður sá launahæsti


Brighton setti félagsmet
Þetta var stór sumargluggi í sögu Brighton, í raun sá stærsti. Félagið fékk til sín Georginio Rutter, Yankuba Minteh, Ferdi Kadioglu, Brajan Gruda, Mats Wieffer og Ibrahim Osman. Með því að selja Billy Gilmour á gluggadeginum fékk félagið einhvern pening inn.

   30.08.2024 21:19
Skotar sameinast hjá Napoli (Staðfest)


Man City seldi fyrir miklu meira en það keypti
Þegar horft er á gluggann í heild er áhugavert að Manchester City kemur út úr þessum sumarglugga með 115,8 milljóna punda hagnað. City keypti brasilíska vængmanninn Savinho en seldi leikmenn á borð við sóknarmanninn Julian Alvarez og varnarmennina Joao Cancelo og Taylor Harwood-Bellis.

Arsenal eyddi 93,9 milljónum punda í nýja leikmenn, þar á meðal fyrir ítalska varnarmanninn Riccardo Calafiori og Spánverjana David Raya og Mikel Merino. En félagið seldi leikmenn fyrir 76,8 milljónir punda.

Liverpool fékk Federico Chiesa og Giorgi Mamardashvili en kom út úr glugganum með 14,4 milljóna punda hagnað með því að selja Fabio Carvalho, Sepp van den Berg og Bobby Clark.

Annar annasamur gluggi hjá Chelsea
Chelsea hefur eytt meira en 1,3 milljarði punda síðan Todd Boehly mætti á svæðið. Félagið losaði fleiri leikmenn (12) en það fékk til sín (10). Meðal leikmanna sem fóru voru Conor Gallagher, Ian Maatsen og Romelu Lukaku.
Athugasemdir
banner
banner
banner