Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   lau 31. ágúst 2024 15:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sverrir Ingi missir af landsleikjunum - Brynjar Ingi kemur inn
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ hefur tilkynnt að Sverrir Ingi Ingason verði ekki með íslenska liðinu í komandi landsleikjum gegn Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeildinni.

Sverrir, sem er leikmaður Panathinaikos, er meiddur og getur ekki tekið þátt í leikjunum.

Inn í hans stað kemur Brynjar Ingi Bjarnason sem er leikmaður HamKam í Noregi.

Sverrir Ingi er lykilmaður í landsliðinu, er 31 árs og á að baki 51 landsleik.

Brynjar er 24 ára og á að baki 17 landsleiki. Landsliðið kemur saman á mánudag.

Athugasemdir
banner