Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   lau 31. ágúst 2024 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Unglingalið Stjörnunnar á leið í Evrópukeppni
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Á þriðjudag verður dregið í 1. umferð Evrópukeppninnar hjá unglingaliðum. Stjarnan varð Íslandsmeistari í 2. flokki í fyrra og er því fulltrúi Íslands í keppninni.

Það er breytt fyrirkomulag á keppninni í ár og mun að minnsta kosti eitt lið frá öllum Evrópuþjóðunum taka þátt. Unglingalið liðanna sem taka þátt í Meistaradeildinni taka þátt í 36 liða deild, spila sex leiki og 22 efstu liðin fara í 32-liða úrslitin.

Svo á móti er önnur leið sem Stjarnan þarf að fara. Þar er fyrirkomulagið þannig að Stjarnan fer í raun beint í útsláttarkeppni og þarf að komast í gegnum þrjár umferðir til að komast í 32-liða úrslitin. Tíu lið vinna sér þátttökurétt í 32-liða úrslitunum í gegnum þá leið.

Fyrri leikurinn í 1. umferðinni fer fram 18. september og seinni leikurinn verður svo 2. október.
Athugasemdir
banner
banner