Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   mán 31. desember 2018 10:00
Arnar Helgi Magnússon
Gary Martin líklega á leið í Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enski framherjinn Gary Martin er líklega á leið til Íslandsmeistara Vals samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Valur er í leit að framherja en Patrick Pedersen gekk til liðs við FC Sheriff fyrr í vetur. Garðar Bergmann Gunnlaugsson kom til Vals frá ÍA á dögunum en liðið missti einnig Tobias Thomsen til KR.

Gary Martin staðfesti það í nóvember að hann myndi ekki ganga til liðs við KR en hann lék með Vesturbæjarliðinu við góðan orðstír frá 2012 til 2015.

Stjarnan hefur einnig sýnt Gary áhuga en allt bendir til þess að hann semji við Val.

Martin er samningsbundinn norska félaginu Lilleström en hann á tvö ár eftir af samning þar. Hann fékk takmörkuð tækifæri með liðinu á leiktíðinni sem að kláraðist fyrir stuttu.

„Ég er ennþá með tveggja ára samning hjá Lillestrøm en ég er búin að gera samkomulag við félagið um það að ef að ég finn eitthvað sem að mér líst vel á þá mun klúbburinn ekki standa í vegi fyrir mér," sagði Martin í samtali við Fótbolti.net fyrr í vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner