Tel gæti farið á Old Trafford - Ferguson orðaður við Chelsea - Man City eltir spænskan miðjumann
   lau 01. febrúar 2025 10:25
Brynjar Ingi Erluson
Tel hafnar Tottenham en gæti farið til Man Utd - Ferguson til Chelsea?
Powerade
Mathys Tel gæti enn farið í ensku úrvalsdeildina
Mathys Tel gæti enn farið í ensku úrvalsdeildina
Mynd: EPA
Fer Garnacho til Tottenham?
Fer Garnacho til Tottenham?
Mynd: Getty Images
Evan Ferguson er orðaður við Chelsea
Evan Ferguson er orðaður við Chelsea
Mynd: Getty Images
Powerade-slúðurpakki dagsins er veglegur í dag en Mathys Tel, Manchester United og Tottenham koma mikið við sögu.

Viðræður Tottenham við Milan um enska varnarmanninn Fikayo Tomori (27) eru komnar langt á veg. (Sky Sports)

Tottenham náði samkomulagi við Bayern München um að kaupa franska sóknarmanninn Mathys Tel (19) á 50 milljónir punda, en Tel hafnaði því að ganga í raðir Tottenham. (ESPN)

Tel væri frekar til í að fara á lán til Manchester United. (The I)

Tottenham hefur spurst fyrir um Alejandro Garnacho (20), leikmann Manchester United, eftir að hafa misst af Tel. (Mail)

Chelsea er komið í baráttuna um Evan Ferguson (20), framherja Brighton. (Guardian)

Manchester City ætlar að reyna við spænska miðjumanninn Nico Gonzalez (23), sem er á mála hjá Porto í Portúgal. (Mail)

Gonzalez er með 50 milljóna punda klásúlu í samningi sínum en Man City er ekki reiðubúið að ganga að því verði. (Telegraph)

Brighton hefur hafnað endurbættu 75 milljóna punda tilboði Al Nassr í japanska vængmanninn Kaoru Mitoma (27). (Sun)

Darwin Nunez (25), leikmaður Liverpool, vildi ræða við Al Nassr áður en félagið keypti Jhon Duran frá Aston Villa, en Liverpool tjáði Al Nassr að Nunez væri ekki til sölu. (Sun)

Everton er að vinna að því að fá enska miðjumanninn Carney Chukwuemeka (21) frá Chelsea fyrir gluggalok. (Football Insider)

Sunderland hefur hafnað tilboði Brighton í hinn 18 ára gamla Tommy Watson. (Northern Echo)

Arsenal hefur áhuga á Sverre Nypan (18), leikmanni Rosenborg og U21 árs landsliðs Noregs, en mun þó líklegast ekki fara neitt fyrr en í sumar. (Athletic)

Manchester United er að íhuga að leggja fram tilboð í El Bilal Toure (23), framherja Atalanta, í sumar. Hann er sem stendur á láni hjá Stuttgart. (Footmercato)

Leicester er að skoða þann möguleika að fá austurríska landsliðsmanninn Patrick Wimmer (23) á láni frá Wolfsburg. (Express)

Tariq Lamptey (24) er á leið til AJax frá Brighton fyrir 1,5 milljónir punda. (Mail)

Lille hefur náð samkomulagi við Ajax um að fá enska framherjann Chuba Akpom á láni út tímabilið, en þessi 29 ára gamli leikmaður valdi Lille fram yfir Fiorentina og Sunderland. (De Telegraaf)

Jonathan David (25), leikmaður Lille og kanadíska landsliðsins, mun líklegast yfirgefa Lille í sumar, en Newcastle United er talið áhugasamt. (Football Insider)

Manchester United hefur náð samkomulagi við Sporting um að fá portúgalska vængmanninn Geovany Quenda (17) í sumar. (A Bola)

Þá hefur Man Utd verið í sambandi við fjölmarga umboðsmenn í von um að geta selt brasilíska miðjumanninn Casemiro (32) fyrir gluggalok. (MEN)

Sergio Ramos (38), fyrrum leikmaður Real Madrid og spænska landsliðsins er á leið í læknisskoðun hjá Monterrey í Mexíkó. (Marca)
Athugasemdir
banner
banner