Bayern München er komið með níu stiga forystu í efsta sæti þýsku deildarinnar eftir að liðið vann nýliða Holsten Kiel, 4-3, á Allianz Arena í dag.
Franski sóknarmaðurinn Mathys Tel var ekki í hópnum hjá Bayern München, en hann er sterklega orðaður við Manchester United og eru fleiri úrvalsdeildarfélög áhugasöm um að landa þessum 19 ára gamla leikmanni.
Hann hefur svosem ekki komið mikið við sögu á tímabili og skipti það ekki miklu máli fyrir toppliðið.
Þýski sóknartengiliðurinn Jamal Musiala kom Bayern á bragðið á 19. mínútu, en Holsten fékk líka sín tækifæri. Kim Min-Jae, miðvörður Bayern, bjargaði á línu nokkrum mínútum eftir mark Musiala.
Harry Kane tvöfaldaði forystuna með skalla eftir fyrirgjöf Kingsley Coman og þá gerði hann annað mark sitt strax í upphafi síðari hálfleiks, aftur með skalla en í þetta sinn eftir fyrirgjöf Raphael Guerreiro.
Kane er nú kominn með 19 mörk í deildinni á tímabilinu og er markahæstur. Hann hefur nú gert 54 deildarmörk í 50 leikjum síðan hann samdi við Bayern fyrir einu og hálfu ári síðan.
Serge Gnabry gerði fjórða og síðasta mark Bayern áður en Holsten gerði heiðarlega tilraun til að koma til baka. Finn Porath minnkaði muninn þegar hálftími var til leiksloka og á lokamínútunum gerði varamaðurinn Steven Skrzybski tvö mörk, en lengra komust nýliðarnir ekki og lokatölur 4-3 fyrir Bayern.
Bayern er á toppnum með 51 stig, níu stigum meira en Bayer Leverkusen sem mætir Hoffenheim á morgun.
Borussia Dortmund vann Heidenheim, 2-1. Serhou Guirassy og Max Beier skoruðu mörk Dortmund. Cole Campbell var á bekknum en kom ekki við sögu.
Dortmund er í 9. sæti með 29 stig eftir tuttugu leiki spilaða.
Úrslit og markaskorarar:
Stuttgart 1 - 2 Borussia M.
0-1 Nathan Ngoumou ('25 )
1-1 Nico Elvedi ('49 , sjálfsmark)
1-2 Tim Kleindienst ('82 )
Bayern 4 - 3 Holstein Kiel
1-0 Jamal Musiala ('19 )
2-0 Harry Kane ('45 )
3-0 Harry Kane ('46 )
4-0 Serge Gnabry ('54 )
4-1 Finn Porath ('62 )
4-2 Steven Skrzybski ('90 )
4-3 Steven Skrzybski ('90 )
Heidenheim 1 - 2 Borussia D.
0-1 Serhou Guirassy ('33 )
0-2 Maximilian Beier ('63 )
1-2 Mathias Honsak ('64 )
Bochum 0 - 1 Freiburg
0-1 Kiliann Sildillia ('34 )
St. Pauli 1 - 1 Augsburg
1-0 Noahkai Banks ('17 , sjálfsmark)
1-1 Mert Komur ('83 )
Stöðutaflan
Þýskaland
Bundesliga - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Bayern | 20 | 16 | 3 | 1 | 62 | 19 | +43 | 51 |
2 | Leverkusen | 19 | 12 | 6 | 1 | 46 | 26 | +20 | 42 |
3 | Eintracht Frankfurt | 19 | 11 | 4 | 4 | 44 | 26 | +18 | 37 |
4 | RB Leipzig | 20 | 9 | 6 | 5 | 34 | 29 | +5 | 33 |
5 | Stuttgart | 20 | 9 | 5 | 6 | 37 | 30 | +7 | 32 |
6 | Mainz | 20 | 9 | 4 | 7 | 33 | 24 | +9 | 31 |
7 | Gladbach | 20 | 9 | 3 | 8 | 32 | 30 | +2 | 30 |
8 | Werder | 20 | 8 | 6 | 6 | 34 | 36 | -2 | 30 |
9 | Freiburg | 20 | 9 | 3 | 8 | 27 | 36 | -9 | 30 |
10 | Dortmund | 20 | 8 | 5 | 7 | 36 | 34 | +2 | 29 |
11 | Wolfsburg | 19 | 8 | 4 | 7 | 42 | 34 | +8 | 28 |
12 | Augsburg | 20 | 7 | 5 | 8 | 24 | 35 | -11 | 26 |
13 | St. Pauli | 20 | 6 | 3 | 11 | 18 | 22 | -4 | 21 |
14 | Union Berlin | 20 | 5 | 6 | 9 | 16 | 27 | -11 | 21 |
15 | Hoffenheim | 19 | 4 | 6 | 9 | 25 | 37 | -12 | 18 |
16 | Heidenheim | 20 | 4 | 2 | 14 | 25 | 42 | -17 | 14 |
17 | Holstein Kiel | 20 | 3 | 3 | 14 | 31 | 52 | -21 | 12 |
18 | Bochum | 20 | 2 | 4 | 14 | 17 | 44 | -27 | 10 |
Athugasemdir