Tottenham hefur náð samkomulagi við Lens um kaup á varnarmanninum Kevin Danso.
Hann hefur gert samkomulag við Tottenham og mun skrifa undiir fimm og hálfs ársamning og er búinn að gangast undir læknisskoðun. Tottenham borgar rúmlega 20 milljónir punda fyrir hann.
Það var samkomulag í höfn milli Lens og Wolves og það var áætlað að hann færi í læknisskoðun hjá Úlfunum á morgun.
Umboðsmenn Danso tilkynntu hins vegar Wolves í kvöld að þeir myndu ekki fara lengra vegna áhuga Tottenham.
Athugasemdir