Tel gæti farið á Old Trafford - Ferguson orðaður við Chelsea - Man City eltir spænskan miðjumann
   lau 01. febrúar 2025 17:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjubikarinn: Elfar Árni skoraði í jafntefli gegn gömlu félögunum
Mynd: Völsungur
KA 1 - 1 Völsungur
1-0 Hans Viktor Guðmundsson ('7 )
1-1 Elfar Árni Aðalsteinsson ('23 )
Rautt spjald: Ívar Örn Árnason , KA ('50)

Leikar hófust í riðli 2 í A deild Lengjubikarsins í Boganum á Akureyri í dag. Um var að ræða grannaslag KA og Völsungs.

KA menn byrjuðu leikinn betur en Hans Viktor Guðmundsson kom liðinu yfir snemma leiks þegar hann skoraði eftir hornspyrnu.

Um miðjan fyrri hálfleikinn átti Jakob Héðinsson skot í slá og Elfar Árni Aðalsteinsson fylgdi á eftir og skoraði með skalla gegn gömlu félögunum en hann snéri aftur í Völsung frá KA í vetur.

Snemma í seinni hálfleik fékk Ívar Örn Árnason rautt spjald en Völsungur tókst ekki að nýta sér liðsmuninn og jafntefli niðurstaðan.

Næsti leikur riðilsins er leikur Breiðabliks og Fylkis sem fram fer á þriðjudaginn. Völsungur spilar næst útileik gegn Fram eftir slétta viku en KA heimsækir Njarðvík á sunnudaginn eftir viku.
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 2
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 1 0 1 0 1 - 1 0 1
2.    Völsungur 1 0 1 0 1 - 1 0 1
3.    Breiðablik 0 0 0 0 0 - 0 0 0
4.    Fram 0 0 0 0 0 - 0 0 0
5.    Fylkir 0 0 0 0 0 - 0 0 0
6.    Njarðvík 0 0 0 0 0 - 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner