West Ham United er í viðræðum við franska B-deildarfélagið Lorient um kaup á hinum 18 ára gamla Eli Junior Kroupi.
Hamrarnir eru í leit að framherja áður en glugginn lokar og er Kroupi einn af mörgum kostum sem koma til greina.
Kroupi hefur þrátt fyrir ungan aldur skorað 10 mörk með Lorient í frönsku B-deildinni á þessu tímabili.
Margir njósnarar sáu hann skora í 2-1 sigri Lorient á Paris FC í dag, en það er West Ham sem leiðir kapphlaupið.
Samkvæmt Sky Sports eru viðræður hafnar og hefur West Ham lagt fram 33 milljóna punda tilboð.
Chelsea, Leipzig og Tottenham hafa öll spurst fyrir um framherjann, en West Ham er eina félagið sem hefur lagt fram formlegt tilboð í þennan efnilega leikmann.
Athugasemdir