Nottingham Forest og Brighton eigast við í fyrsta leik í 24. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á City Ground vellinum klukkan 12:30 í dag.
Japanski landsliðsmaðurinn Kaoru Mitoma er í byrjunarliði Brighton, en mikið hefur verið rætt og ritað um hann síðustu daga.
Al Nassr hefur reynt að fá hann í glugganum en án árangurs. Síðasta tilboð Al Nassr hljóðaði upp á 75 milljónir punda en Brighton vill ekki selja.
Evan Ferguson, sem hefur verið orðaður við Chelsea og Bayer Leverkusen, er á bekknum hjá Brighton.
Alls gerir Fabian Hurzeler þrjár breytingar á liði Brighton. Yakuba Minteh, Georginio Rutter og Jack Hinshelwood koma allir inn í liðið á kostnað Brajan Gruda, Carlos Baleba og Yasin Ayari.
Nuno Espirito Santo gerir tvær breytingar á sínu liði en Danilo mun byrja sinn fyrsta leik síðan hann braut ökkla gegn Bournemouth í byrjun tímabilsins. Morato kemur einnig inn í liðið en þeir Ryan Yates og Jota Silva koma á bekkinn.
Nottingham Forest: Sels, Aina, Milenkovic, Murillo, Williams, Morato, Anderson, Danilo, Gibbs-White, Elanga, Wood
Brighton: Verbruggen, Veltman, Van Hecke, Dunk, Lamptey, Hinshelwood, Minteh, Mitoma, Joao Pedro, Rutter, Welbeck
Athugasemdir