Unai Emery, stjóri Aston Villa, var að vonum svekktur með 2-0 tap liðsins gegn Wolves í kvöld.
Aston Villa var í miklum vandræðum í fyrri hálfleik en Emery gerði fjórfalda breytingu í hálfleik. Hann tók m.a. Olliie Watkins útaf en hann sagði að það hafi verið vegna meiðsla.
Aston Villa var í miklum vandræðum í fyrri hálfleik en Emery gerði fjórfalda breytingu í hálfleik. Hann tók m.a. Olliie Watkins útaf en hann sagði að það hafi verið vegna meiðsla.
„Við vildum koma ferskum fótum inn og breyttum taktískt. Watkins var smá verkjaður en vonandi er þetta ekki slæmt," sagði Emery.
Donyell Malen kom inn á í hálfleik og hann kom boltanum í netið en markið var dæmt af vegna þess að Morgan Rogers var dæmdur rangstæður í aðdragandanum. Emery var ekki sammála þeirri niðurstöðu.
„Þetta er verkefni fyrir VAR. Þetta var ekki rangstaða því hann snerti ekki boltann. Stundum gerir VAR meira að segja mistök," sagði Emery.
Athugasemdir