Tel gæti farið á Old Trafford - Ferguson orðaður við Chelsea - Man City eltir spænskan miðjumann
   lau 01. febrúar 2025 18:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Daniel Ingi kominn á blað hjá Nordsjælland - Ísak skoraði
Mynd: Nordsjælland
Mynd: Getty Images
Daniel Ingi Jóhannesson lék æfingaleik með aðalliði Nordsjælland gegn Lions Gibraltar í dag.

Nordsjælland var 2-1 yfir í hálfleiik og bætti við tveimur mörkum seint í leiknum áður en Daniel Ingi skoraði fimmta mark liðsins undir lokin.

Daniel Ingi er 17 ára gamall og gekk til liðs við Nordsjælland frá ÍA síðasta sumar. Hann fékk nýjan samning í október eftir að hafa staðið sig vel með U19 liði félagsins.

Bróðir hans, Ísak Bergmann Jóhannesson, var einnig á skotsóknum í dag. Hann kom Dusseldorf yfir þegar liðið vann Ulm 3-2 í næst efstu deild í Þýskalandi. Hann lék allan leikinn en Valgeir Lunddal Friðriksson var tekinn af velli í hálfleik.

Liðið er í 3. sætimeeð 33 stig eftir 20 umferðir. Liðið er ósigrað í þremur leikjum í röð.

Jón Dagur Þorsteinsson var ónotaður varamaður þriðja leikinn í röð þegar Hertha Berlin tapaði 2-0 gegn Regensburg. Hertha er í 12. sætimeð 25 stig en Regensburg er á botninum.

Jón Daði Böðvarsson spilaði í markalausu jafntefli Burton gegn Barnsley í ensku C-deildinni. Liðið er í 21. sæti, þremur stigum frá öruggu sæti.

Benoný Breki Andrésson var ónotaður varamaður þegar Stockport lagði Leyton 1-0 og Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted voru ekki í leikmannahópi Birmingham þegar liðið vann Rotherham 2-1. Birmingham er á toppnum með 63 stig eftir 27 leiki en Stockport er í 4. sæti með 50 stig eftir 19 leiki.

Jason Daði Svanþórsson spilaði 85 mínútur þegar Grimsby vann Bromley 2-0 í ensku D-deildinni. Grimsby er í 9. sæti með 42 stig eftir 29 umferðir.

Sverrir Ingi Ingason var í banni þegar Panathinaikos vann 3-2 geegn OFI Crete í grísku deildinni. Liðið er í 2. sæti með 43 stig eftir 21 umferð. Liðið er stigi á eftir Olympiakos sem á leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner
banner