Tel gæti farið á Old Trafford - Ferguson orðaður við Chelsea - Man City eltir spænskan miðjumann
   lau 01. febrúar 2025 19:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Wolves upp úr fallsæti eftir frábæran sigur á Aston Villa
Matheus Cunha innsiglaði sigurinn
Matheus Cunha innsiglaði sigurinn
Mynd: EPA
Wolves 1 - 0 Aston Villa
1-0 Jean-Ricner Bellegarde ('12 )

Wolves vann óvæntan sigur á Aston Villa í úrvalsdeildinni í kvöld en liðið hafði ekki unnið í fimm leikjum í röð fyrir leik kvöldsins.

Úlfarnir voru með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik og komst yfir þegar Pablo Sarabia átti sendingu í gegnum vörn Aston Villa á Jean-Ricner Bellegarde sem skoraði með föstu skoti á nærstöngina.

Goncalo Guedes gat bætt við öðru markinu undir lok fyrri hálfleiks en skot framhjá úr góðu færi.

Unai Emery, stjóri Aston Villa, var eðlilega ekki sáttur með frammistöðu liðsins og gerði fjórfalda skiptingu í hálfleik. Donyell Malen kom m.a. inn á og hann kom boltanum í netið en Morgan Rogers var dæmdur rangstæður í aðdragandanum þar sem hann kom í veg fyrir að Nelson Semedo gæti komið í veg fyrir fyrirgjöf.

Leikurinn snérist algjörlega við í seinni hálfleik þar sem Wolves sinnti aðallega varnarleiknum og þeim tókst að halda hreinu og það var svo markahrókurinn Matheus Cunha sem innsiglaði sigur liðsins á lokasekúndum leiksins úr skyndisókn eftir mikla pressu frá Aston Villa.

Liðið stökk upp úr fallsæti með þessum sigri en Villa dregst aftur úr í Evrópubaráttunni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 23 17 5 1 56 21 +35 56
2 Arsenal 23 13 8 2 44 21 +23 47
3 Nott. Forest 24 14 5 5 40 27 +13 47
4 Man City 23 12 5 6 47 30 +17 41
5 Newcastle 24 12 5 7 42 29 +13 41
6 Chelsea 23 11 7 5 45 30 +15 40
7 Bournemouth 24 11 7 6 41 28 +13 40
8 Aston Villa 24 10 7 7 34 37 -3 37
9 Fulham 24 9 9 6 36 32 +4 36
10 Brighton 24 8 10 6 35 38 -3 34
11 Brentford 23 9 4 10 42 40 +2 31
12 Man Utd 23 8 5 10 28 32 -4 29
13 Crystal Palace 23 6 9 8 26 30 -4 27
14 West Ham 23 7 6 10 28 44 -16 27
15 Everton 23 6 8 9 23 28 -5 26
16 Tottenham 23 7 3 13 46 37 +9 24
17 Wolves 24 5 4 15 34 52 -18 19
18 Leicester 24 4 5 15 25 53 -28 17
19 Ipswich Town 24 3 7 14 22 49 -27 16
20 Southampton 24 2 3 19 18 54 -36 9
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner