Tel gæti farið á Old Trafford - Ferguson orðaður við Chelsea - Man City eltir spænskan miðjumann
   lau 01. febrúar 2025 22:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Retegui klikkaði á vítaspyrnu í jafntefli
Guillermo Maripan í leik með Alaves árið 2019
Guillermo Maripan í leik með Alaves árið 2019
Mynd: EPA
Atalanta missteig sig í toppbaráttunni þegar liðið gerði jafntefli gegn Torino í kvöld.

Berat Djimsiti kom Atalanta yfir þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu. Forystan var ekki langlíf þar sem Guillermo Maripan jafnaði metin einnig með skalla aðeins fimm mínútum síðar.

Staðan var jöfn í hálfleik en Mateo Retegui fékk tækifæri til að tryggja Atalanta sigurinn þegar liðið fékk vítaspyrnu. Vanja Milinkovic-Savic, markvörður Torino, varði hins vegar spyrnuna frá honum og tryggði sínum mönnum stig.

Atalanta er þremur stigum á eftir Inter sem á tvo leiki til góða og sex stigum á eftir toppliði Napoli sem á leik til góða.

Como tapaði gegn Atalanta í síðustu umferð og tapaði öðrum leik sínum í röð í kvöld þegar liðið tapaði gegn Bologna.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 22 17 2 3 37 15 +22 53
2 Inter 21 15 5 1 55 18 +37 50
3 Atalanta 23 14 5 4 49 26 +23 47
4 Lazio 22 12 3 7 38 30 +8 39
5 Juventus 22 8 13 1 35 19 +16 37
6 Bologna 22 9 10 3 35 27 +8 37
7 Fiorentina 21 10 6 5 35 22 +13 36
8 Milan 21 9 7 5 32 23 +9 34
9 Roma 22 8 6 8 33 28 +5 30
10 Udinese 23 8 5 10 28 36 -8 29
11 Torino 23 6 9 8 24 27 -3 27
12 Genoa 22 6 8 8 20 30 -10 26
13 Verona 23 7 2 14 26 48 -22 23
14 Lecce 23 6 5 12 18 41 -23 23
15 Como 23 5 7 11 27 38 -11 22
16 Empoli 22 4 9 9 21 29 -8 21
17 Cagliari 22 5 6 11 23 36 -13 21
18 Parma 23 4 8 11 29 42 -13 20
19 Venezia 23 3 7 13 22 38 -16 16
20 Monza 23 2 7 14 20 34 -14 13
Athugasemdir
banner
banner