Bournemouth tapaði sínum fyrsta leik síðan í nóvember þegar liðið beið lægri hlut gegn Liverpool í dag.
Bournemouth fékk svo sannarlega færi til að skora en stangirnar og Alisson komu í veg fyrir að liðið skoraði. Bournemouth kom þó boltanum einu sinni í netið en markið dæmt af vegna rangsötðu.
„Auðvitað svekktur með að tapa. Þegar þú spilar gegn svona liði þá verða smáatriðin að falla með þér. Við skutum í stöng, mark dæmt af á tæpri rangstöðu. Litlu hlutirniir féllu ekki með ökkur. Þetta var möguleiki en svona fór þetta," sagði Andoni Iraola, stjóri Bournemouth.
Athugasemdir