Miðjumaðurinn Arthur Melo er genginn til liðs við spænska liðsins Girona á láni frá ítalska liðinu Juventus.
Arthur er 28 ára gamall brasilískur miðjumaður en hann hefur átt erfitt uppdráttar á ferlinum undanfarin ár.
Hann gekk til liðs við Barcelona árið 2018 en samdi síðan við Juventus árið 2020. Hann hefur hins vegar ekki spilað fyrir liðið síðan árið 2022. Hann var á láni hjá Liverpool tímabilið 2022/23 en spilaði alls 13 mínútur en meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn á ferlinum.
Hann fékk þó tækifæri hjá Fiorentina á síðustu leiktíð þar sem hann spilaði 48 leiki í öllum keppnum. Hann hefur verið orðaður við lið á borð við Marseille, Betis, Atletico Madrid og Santos í vetur.
Athugasemdir