Tel gæti farið á Old Trafford - Ferguson orðaður við Chelsea - Man City eltir spænskan miðjumann
   lau 01. febrúar 2025 11:00
Brynjar Ingi Erluson
Framherji Feyenoord á leið til Milan
Mynd: EPA
Mexíkóski framherjinn Santiago Gimenez er á leið til ítalska félagsins AC Milan frá Feyenoord en þetta kemur fram í hollenska blaðinu VI.

Milan og Feyenoord eru að ganga frá viðræðum um kaupverð en talið er að MIlan greiði um 35 milljónir evra til þess að landa þessum öfluga sóknarmanni.

VI segir að Gimenez gæti ferðast til Mílanó á næstu dögum til að ganga frá skiptunum.

GImenez, sem er 23 ára gamall, hefur skorað 16 mörk í 19 leikjum með Feyenoord á þessari leiktíð, en hann verður ekki í leikmannahópi Feyenoord gegn Ajax á morgun.

Framherjinn er á þriðja tímabili sínu með Feyenoord en hann vann bæði deild- og bikar undir stjórn Arne Slot.

Spænski leikmaðurinn Alvaro Morata er á förum frá Milan en hann er að ganga í raðir Galatasaray í Tyrklandi sem opnaði fyrir möguleika Milan á að fá Gimenez.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner