Trent Alexander-Arnold, bakvörður Liverpool, þurfti að fara af velli vegna meiðsla í sigrinum gegn Bournemouth í dag. Arne Slot, stjóri Liverpool, segir ólíklegt að hann verði klár í slaginn gegn Tottenham á fimmtudaginn.
Liverpool fær Tottenham í heimsókn í seinni leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins á fimmtudaginn. Liðið er 1-0 undir í einvíginu eftir tap á Tottenham vellinum.
„Hann sagði við mig að ég yrði að taka sig af velli. Hann sat á grasinu og fann fyrir einhverju þannig við urðum að taka hann af velli. Ég get ekki sagt nákvæmlega hversu slæmt þetta er því það er bara klukkutími síðan þetta gerðist en það er aldrei gott þegar leikmaður biður um skiptingu," sagði Slot.
„Þetta er ekki staðreynd en ég yrði hissa ef hann spilar á fimmtudaginn. Vonum að hann mæti aftur eins fljótt og hægt er."
Athugasemdir