Tel gæti farið á Old Trafford - Ferguson orðaður við Chelsea - Man City eltir spænskan miðjumann
   lau 01. febrúar 2025 12:27
Brynjar Ingi Erluson
Búið að leggja fram munnlegt tilboð í Tel - Malacia færist nær Benfica
Endar Tel hjá Man Utd
Endar Tel hjá Man Utd
Mynd: Getty Images
Malacia er á förum frá Man Utd
Malacia er á förum frá Man Utd
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur lagt fram munnlegt tilboð í Mathys Tel, leikmann Bayern München í Þýskalandi. Sky Sports greinir frá.

Þessi 19 ára gamli sóknarmaður gæti yfirgefið Bayern fyrir lok gluggans, en hann er sagður óánægður með spiltímann sem hann hefur fengið á tímabilinu.

Mörg félög hafa verið í sambandi við Bayern vegna Tel, þar á meðal Tottenham, sem náði samkomulagi við þýska félagið um kaupverð, en leikmaðurinn hafnaði því að fara til Lundúnafélagsins.

David Ornstein hjá Athletic sagði frá því að Tel ætlaði sér ekki að yfirgefa Bayern alfarið í glugganum en að hann væri opinn fyrir því að fara á láni út tímabilið.

Man Utd hefur átt í viðræðum við Bayern um Tel síðustu daga og hefur félagið nú lagt fram munnlegt lánstilboð í kappann.

Aston Villa hefur einnig verið í símasambandi við Bayern varðandi stöðu Tel og þá eru Arsenal og Chelsea bæði áhugasöm.

Framherjinn verður ekki í hópnum hjá Bayern sem mætir Holsten Kiel í þýsku deildinni í dag.

Sky segir þó ekki alveg útilokað að Tel klári tímabilið með Bayern og skoði stöðuna aftur í sumar.

Malacia á leið til Benfica

Hollenski bakvörðurinn Tyrell Malacia færist nær portúgalska félaginu Benfica.

Fabrizio Romano segir að viðræður Benfica og Man Utd séu komnar langt á veg.

Malacia, sem er 25 ára gamall, kom til Man Utd frá Feyenoord árið 2022 en meiðsli hafa hrjáð hann á tíma hans hjá United.

Varnarmaðurinn hefur samþykkt að ganga í raðir Benfica á láni og má gera ráð fyrir að gengið verði frá samkomulagi um helgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner