Tel gæti farið á Old Trafford - Ferguson orðaður við Chelsea - Man City eltir spænskan miðjumann
   lau 01. febrúar 2025 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Elanga: Brighton átti að fá sömu tilfinningu og við
Mynd: Getty Images
Chris Wood og Anthony Elanga fóru hamförum þegar Nottingham Forest rúllaði yfir Brighton og vann 7-0 í úrvalsdeildinni í dag. Wood skoraði þrennu og Elanga var með þrjár stoðsendingar.

Nottingham Forest tapaði 5-0 gegn Bournemouth í síðustu umferð en svöruðu svo sannarlega fyrir það í dag.

„Það getur ýmislegt gerst á einni viku. Við sýndum ekki okkar rétta andlit í síðustu viku en við gerðum það klárlega í dag," sagði Wood.

„Þetta snýst um hugarfar. Við vildum byrja leikinn vel og gerðum það, skoruðum þrjú mörk í fyrri hálfleik. Ég sagði við menn að við ættum að halda áfram í seinni hálfleik, við vitum hvernig okkur leið í síðustu viku og við vildum að Brighton myndi finna fyrir því líka," sagði Elanga.

Nottingham Forest er í 3. sæti með jafn mörg stig og Arsenal og níu stigum á eftir Liverpool en Arsenal og Liverpool eiga leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner
banner