Tel gæti farið á Old Trafford - Ferguson orðaður við Chelsea - Man City eltir spænskan miðjumann
   lau 01. febrúar 2025 12:30
Brynjar Ingi Erluson
Inter lánar Buchanan til Villarreal (Staðfest)
Mynd: Inter
Kanadíski leikmaðurinn Tajon Buchanan er mættur til Villarreal á láni frá Inter út tímabilið.

Buchanan er 25 ára gamall kantmaður sem hefur einnig verið að spila sem vængbakvörður.

Hann kom til Inter frá Club Brugge fyrir ári síðan og varð þá fyrsti Kanadamaðurinn til þess að spila fyrir ítalska stórliðið.

Þetta tímabil hefur verið honum erfitt. Hann var ekki með í fyrstu leikjunum vegna meiðsla og tókst þá aldrei að brjóta sér leið inn í byrjunarliðið, en hann spilaði aðeins sex deildarleiki, alla sem varamaður.

Buchanan er nú genginn í raðir Villarreal á láni út tímabilið, en spænska félagið á möguleika á að gera skiptin varanleg í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner