Marseille hefur fest kaup á alsírska sóknarmanninum Amine Gouiri en hann kemur frá Rennes fyrir 22 milljónir evra.
Gouiri er 24 ára gamall framherji sem getur einnig spilað á vinstri vængnum.
Hann hefur spilað síðustu þrjú ár með Rennes en var áður á mála hjá Nice og Lyon.
Framherjinn er fæddur og uppalinn í Frakklandi en á ættir sínar að rekja til Alsír og ákvað hann því að skipta um landslið fyrir tveimur árum.
Gouiri er nú genginn í raðir Marseille frá Rennes og gerir fjögurra og hálfs árs samning. Eins og kom fram hér að ofan greiðir Marseille 22 milljónir evra, en kaupverðið gæti hækkað upp í 30 milljónir evra ef ákveðnum skilyrðum er mætt.
Þetta er annar leikmaðurinn sem Marseille fær í glugganum á eftir brasilíska varnarmanninum Luiz Felipe.
???????????????????????????????? ???????????????? [????????????????]
— Olympique de Marseille (@OM_Officiel) January 31, 2025
???????????????????? ???????????????????????? ???????? rejoint le Peuple Bleu&Blanc ! ?????? pic.twitter.com/yWmRzRHt0f
Athugasemdir