Tel gæti farið á Old Trafford - Ferguson orðaður við Chelsea - Man City eltir spænskan miðjumann
   sun 02. febrúar 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Donni og Konni þjálfa bæði lið Tindastóls (Staðfest)
Halldór Jón Sigurðsson
Halldór Jón Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bræðurnir Halldór Jón og Konráð Freyr Sigurðssynir munu þjálfa karla og kvennalið Tindastóls en þeir gerðu þriggja ára samning

Halldór eða Donni eins og hann er kallaður hefur þjálfað kvennaliðið undanfarin ár og Konráð eða Konni hefur verið honum til aðstoðar. Liðið hafnaði í 2. sæti neðri hlutans í Bestu deildinni síðasta sumar og bjargaði því sér frá falli.

Konni hefur verið leikmaður karlaliðsins lengst af á sínum ferli en samfleytt frá 2020. Hann mun nú standa á hliðarlínunni og þjálfa liðið í 3. deild en liðið stóð uppi sem sigurvegari í 4. deild síðasta sumar.

„Ég hef haft mikinn áhuga á þjálfun og er spenntur fyrir því að taka við karlaliði Tindastóls en strákarnir hafa sýnt mikinn styrk og elju að koma sér á þann stað sem þeir eru á í dag. Leikmannahópurinn er mjög samheldinn og verður gaman að taka þátt í þessu verkefni með þjálfarahattinn á í stað takkaskónna," sagði Konni í samtali við Tindastól.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner