Tel gæti farið á Old Trafford - Ferguson orðaður við Chelsea - Man City eltir spænskan miðjumann
   lau 01. febrúar 2025 21:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Cunha heldur tryggð við Wolves og skrifar undir nýjan samning (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Matheus Cunha hefur skrifað undir nýjan samning við Wolves. Hann hefur verið orðaður í burtu frá félaginu undanfarið.

Hann gerir fjögurra og hálfs árs samning og þá er riftunarákvæði í honum.


Cunha skoraði annað mark liðsins í 2-0 sigri gegn Aston Villa í kvöld og fagnaði því með því að benda á jörðina og gaf því til kynna að hann vildi vera áfram hjá félaginu.

Hann kyssti síðan Wolves merkið á treyjunni fyrir framan stuðningsmennina eftir leikinn.

Cunha er 25 ára gamall brasilískur framherji en hann gekk til liðs við félagið frá Atletico Madrid árið 2023. Hann hefur skorað 11 mörk í úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Hann hefur verið orðaður við Arsenal, Aston Villa og Nottiingham Forest undanfarna daga.
Athugasemdir
banner
banner
banner