Tel gæti farið á Old Trafford - Ferguson orðaður við Chelsea - Man City eltir spænskan miðjumann
   lau 01. febrúar 2025 15:08
Brynjar Ingi Erluson
Dorgu búinn í læknisskoðun hjá Man Utd
Mynd: Getty Images
Danski bakvörðurinn Patrick Dorgu hefur lokið læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United og verður því væntanlega kynntur á morgun eða mánudag.

Man Utd náði á dögunum samkomulagi við ítalska félagið Lecce um kaup á Dorgu.

Félagið greiðir um 30 milljónir punda fyrir þennan tvítuga leikmenn og skrifar hann undir langtímasamning.

„Já, þetta er tækifæri fyrir mig,“ sagði Dorgu við enska fjölmiðla er hann var spurður út í það hvort hann væri spenntur fyrir því að ganga í raðir United.

Dorgu fór í læknisskoðun hjá United í dag og er henni nú lokið, en aðeins á eftir að ganga frá smáatriðum í samningnum áður en hann verður kynntur.

Varnarmaðurinn á 4 A-landsleiki að baki fyrir Danmörk og skorað eitt mark. Hann þreytti frumraun sína með landsliðinu í september gegn Sviss og skoraði aðeins tæpri mínútu eftir að hafa komið inn af bekknum.
Athugasemdir
banner
banner