Íslenska landsliðskonan Hildur Antonsdóttir fór meidd af velli í fyrri hálfleik í 2-0 tapi Madrid gegn Real Sociedad í Liga F á Spáni í dag. Cecilía Rán Rúnarsdóttir hélt þá hreinu í áttunda sinn er Inter vann Fiorentina, 2-0, í Seríu A á Ítalíu.
Hildur hefur verið fastakona í byrjunarliði Madrid á tímabilinu en hún lauk keppni snemma í dag eftir að hafa meiðst á 31. mínútu.
Hún þurfti aðhlynningu á vellinum áður en henni var skipt af velli en Ásdís Karen Halldórsdóttir var ekki með Madrid í dag.
Liðið er án sigurs á þessu ári og hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum. Madrid er í 10. sæti með 18 stig þegar sautján umferðir hafa verið leiknar.
Cecilía Rán stóð á milli stanganna hjá Inter sem vann Fiorentina með tveimur mörkum gegn engu.
Landsliðsmarkvörðurinn hefur verið besti markvörður ítölsku deildarinnar á þessari leiktíð og var að halda hreinu í áttunda sinn á tímabilinu, flest allra markvarða í deildinni.
Cecilía kom til Inter á láni frá Þýskalandsmeisturum Bayern München síðasta sumar.
Inter er í 2. sæti deildarinnar með 37 stig, aðeins fjórum stigum frá toppliði Juventus.
Cambiaghi e Magull per tre punti importantissimi ????
— Inter Women (@Inter_Women) February 1, 2025
Le #InterWomen battono la Fiorentina ????????????#ForzaInter #InterFiorentina pic.twitter.com/gPEmJcog88
Athugasemdir