Tel gæti farið á Old Trafford - Ferguson orðaður við Chelsea - Man City eltir spænskan miðjumann
   sun 02. febrúar 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dembele á ótrúlegu skriði - Skoraði þrennu annan leikinn í röð
Mynd: EPA
Tímabilið hjá Ousmane Dembele hefur verið algjör rússíbani en hann hefur farið hamförum undanfarið.

Dembele lenti upp á kant við Luis Enrique stjóra liðsins fyrir leik liðsins gegn Arsenal í Meistaradeildinni í september og var því ekki í leikmannahópi liðsins í leiknum.

Í lok október lagði hann upp mark í 3-0 sigri gegn Marseille í deildinni og fljótlega eftir það fór boltinn að rúlla.

Hann hefur verið sérstaklega iðinn við kolann frá því um miðjan desember en hann hefur skorað fjórtán mörk í síðustu níu leikjum. Hann skoraði þrennu gegn Brest í 5-2 sigri í deildinni í gær en hann hafði skorað þrennu í 4-1 sigri gegn Stuttgart í Meistaradeildinni fjórum dögum áður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner