Eiginkona Amorim ekki hrifin af Manchester - Man Utd vill fá Mateta - Atletico mun bjóða í Greenwood
   lau 01. febrúar 2025 16:06
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Sjötti leikurinn í röð án sigurs hjá Íslendingunum í Venezia
Mikael Egill í leik með Venezia á tímabilinu
Mikael Egill í leik með Venezia á tímabilinu
Mynd: EPA
Íslendingalið Venezia hefur ekki unnið í síðustu sex leikjum sínum í Seríu A á Ítalíu en liðið tapaði fyrir Udinese, 3-2, í Udine í dag.

Venezia, sem er nýliði í deildinni, hefur gengið erfiðlega að koma sér á skrið í deildinni.

Liðið varð fyrir þvílíkri blóðtöku þegar serbneski markvörðurinn Filip Stankovic meiddist. Hann hefur verið einn af bestu mönnum Venezia á tímabilinu og hafði það veruleg áhrif á gestina að missa hann.

Liðið lenti 2-0 undir gegn Udinese í byrjun síðari hálfleiks. Eusebio Di Francesco, þjálfari Venezia, gerði þrjár breytingar um miðjan síðari hálfleikinn, þar sem Mikael Egill Ellertsson kom meðal annars inn á, og eftir það tókst Venezia að snúa við blaðinu.

Hans Nicolussi og Christian Gytkjær jöfnuðu metin á fimmtán mínútna kafla, en stuttu síðar drap Iker Bravo vonir Venezia með góðu marki eftir stoðsendingu frá Oumar Solet.

Bjarki Steinn Bjarkason kom inn af bekknum á 87. mínútu til að reyna hjálpa Venezia að sækja jöfnunarmark en það kom aldrei og lokatölur því 3-2 Udinese í vil.

Venezia er í næst neðsta sæti með 16 stig en Udinese í 10. sæti með 29 stig.

Verona vann þá botnlið Monza, 1-0, með sjálfsmarki Stefan Lekovic á 13. mínútu.

Monza er með 13 stig en Verona í 13. sæti með 23 stig, þremur stigum fyrir ofan fallsæti.

Óttar Magnús Karlsson var þá í byrjunarliði Spal sem tapaði fyrir U23 ára liði AC Milan, 2-1, í C-deildinni. Spal er í 16. sæti B-riðils með 24 stig.

Monza 0 - 1 Verona
0-1 Stefan Lekovic ('13 , sjálfsmark)

Udinese 3 - 2 Venezia
1-0 Lorenzo Lucca ('47 )
2-0 Sandi Lovric ('52 )
2-1 Hans Nicolussi ('64 )
2-2 Christian Gytkjaer ('79 )
3-2 Iker Bravo ('84 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 27 17 7 3 60 25 +35 58
2 Napoli 27 17 6 4 43 22 +21 57
3 Atalanta 27 16 7 4 59 26 +33 55
4 Juventus 27 13 13 1 45 21 +24 52
5 Lazio 27 15 5 7 49 35 +14 50
6 Bologna 27 12 11 4 42 33 +9 47
7 Fiorentina 27 13 6 8 42 28 +14 45
8 Roma 27 12 7 8 42 30 +12 43
9 Milan 27 11 8 8 39 30 +9 41
10 Udinese 27 11 6 10 34 37 -3 39
11 Torino 27 8 10 9 31 32 -1 34
12 Genoa 27 7 10 10 25 35 -10 31
13 Como 27 7 7 13 33 43 -10 28
14 Verona 27 8 2 17 27 56 -29 26
15 Cagliari 27 6 7 14 27 42 -15 25
16 Lecce 27 6 7 14 18 43 -25 25
17 Parma 27 5 8 14 32 46 -14 23
18 Empoli 27 4 10 13 23 44 -21 22
19 Venezia 27 3 9 15 22 41 -19 18
20 Monza 27 2 8 17 21 45 -24 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner