Tel gæti farið á Old Trafford - Ferguson orðaður við Chelsea - Man City eltir spænskan miðjumann
   lau 01. febrúar 2025 14:49
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Þungu fargi létt af Guðlaugi Victori og félögum í Plymouth
Guðlaugur Victor Pálsson er á mála hjá Plymouth
Guðlaugur Victor Pálsson er á mála hjá Plymouth
Mynd: Getty Images
Botnlið ensku B-deildarinnar, Plymouth, vann langþráðan sigur í deildinni í dag er liðið átti frábæra endurkomu gegn WBA á Home Park-leikvanginum í Plymouth.

Plymouth hefur labbað í gegnum dimma dali síðustu mánuði en liðið var án sigurs í fimmtán deildarleikjum og liðið farið að fjarlægjast liðin fyrir ofan.

Miron Muslic tók við liðinu á dögunum og bætingin verið bersýnileg. Aðeins var tímaspursmál hvenær liðið myndi ná að kreista fram sigur og það kom í dag, þó með herkjum.

Jayson Molumby kom WBA yfir þegar stundarfjórðungur var til leiksloka, en skoski varamaðurinn Ryan Hardie sá til þess að sækja öll stigin fyrir heimamenn.

Hann jafnaði úr vítaspyrnu á 77. mínútu og tveimur mínútum síðar kom landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson inn af bekknum til að þétta vörnina.

Á lokamínútunum skoraði Hardie sigurmark Plymouth við mikinn fögnuð heimamanna.

Sigurinn gríðarlega mikilvægur fyrir framhaldið en Plymouth er núna aðeins fjórum stigum frá öruggu sæti þegar sextán umferðir eru eftir.

Oxford United gerði 1-1 jafntefli við Bristol City þar sem tveir leikmenn Bristol fengu að líta rauða spjaldið og þá vann Norwich 1-0 sigur á tíu mönnum Watford.

Bandaríkjamaðurinn Josh Sargent gerði eina markið undir lok fyrri hálfleiks og kom Norwich upp í 8. sæti deildarinnar.

Úrslit og markaskorarar:

Oxford United 1 - 1 Bristol City
1-0 Greg Leigh ('59 )
1-1 Mark Sykes ('65 )
Rautt spjald: ,Joe Williams, Bristol City ('31)Ross Mccrorie, Bristol City ('86)

Plymouth 2 - 1 West Brom
0-1 Jayson Molumby ('74 )
1-1 Ryan Hardie ('77 , víti)
2-1 Ryan Hardie ('88 )

Watford 0 - 1 Norwich
0-1 Josh Sargent ('41 )
Rautt spjald: Vakoun Issouf Bayo, Watford ('35)
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 30 18 9 3 60 19 +41 63
2 Sheffield Utd 30 19 6 5 41 21 +20 61
3 Burnley 30 15 13 2 36 9 +27 58
4 Sunderland 29 15 10 4 42 24 +18 55
5 Blackburn 30 13 6 11 34 29 +5 45
6 West Brom 30 10 14 6 39 27 +12 44
7 Middlesbrough 29 12 8 9 47 36 +11 44
8 Norwich 30 11 9 10 49 42 +7 42
9 Bristol City 30 10 12 8 38 35 +3 42
10 Sheff Wed 30 11 9 10 43 46 -3 42
11 Coventry 30 11 8 11 41 38 +3 41
12 Watford 30 12 5 13 40 42 -2 41
13 Millwall 30 10 10 10 30 27 +3 40
14 QPR 30 9 11 10 33 39 -6 38
15 Preston NE 30 8 13 9 33 38 -5 37
16 Oxford United 30 9 10 11 34 44 -10 37
17 Swansea 30 9 7 14 32 42 -10 34
18 Stoke City 30 7 11 12 28 37 -9 32
19 Cardiff City 30 7 10 13 33 51 -18 31
20 Portsmouth 30 7 9 14 36 52 -16 30
21 Hull City 30 7 8 15 31 40 -9 29
22 Derby County 30 7 6 17 32 41 -9 27
23 Luton 30 7 6 17 30 49 -19 27
24 Plymouth 30 5 10 15 29 63 -34 25
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner