Tel gæti farið á Old Trafford - Ferguson orðaður við Chelsea - Man City eltir spænskan miðjumann
   lau 01. febrúar 2025 11:46
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd fær efnilegan miðvörð frá Arsenal (Staðfest)
Mynd: Man Utd
Manchester United hefur krækt í enska miðvörðinn Ayden Heaven en hann kemur til félagsins frá erkifjendum þeirra í Arsenal.

Heaven er 18 ára gamall og spilaði fyrsta og eina leik sinn með aðalliði Arsenal í 3-0 sigri þess á Preston í enska deildabikarnum í lok október.

Hann er þá fastamaður í U19 ára landsliði Englands og talið mikið efni.

Man Utd tilkynnir að hann sé nú mættur til félagsins frá Arsenal og gerði hann fjögurra ára samning. Samkvæmt heimasíðu United mun Heaven koma beint inn í aðalliðið.

„Ég er ótrúlega stoltur yfir því að vera kominn til Manchester United. Ég er þakklátur öllum þeim sem hjálpuðu mér að gera þennan draum að veruleika,“ sagði Heaven við heimasíðu United.



Þetta er annar efnilegi leikmaðurinn sem Man Utd nær að stela frá Arsenal á stuttum tíma en síðasta sumar samdi framherjinn Chido Obi Martin við Man Utd eftir að hafa gert frábæra hluti með akademíu Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner