Liverpool vann Bournemouth í úrvalsdeildinni í dag en þar með endaði frábæru skriði Bournemouth sem hafði ekki tapað í ellefu leikjum í röð fyrir leikinn í dag.
„Þessi leikur spilaðist nákvæmlega eins og við bjuggumst við. Þeir eru með mikla ákefð og hlaupa endalaust. Við þurftum að spila mjög vel og þurftum smá heppni," sagði Slot
Mohamed Salah skoraði bæði mörk Liverpool og þá átti Alisson frábæran leik í markinu.
„Seinna markið var munurinn á liðunum. Þetta var ekki auðvelt færi og hann skorar. Þetta sýnir þér hversu mikil gæði hann hefur," sagði Slot um Salah.
„Alisson gerði virkilega vel. Hann hefur verið mikilvægur í mörg ár, það er annarra að dæma um það hver sé bestur í deildinni og í heimi," sagði Slot.
Athugasemdir