Tel gæti farið á Old Trafford - Ferguson orðaður við Chelsea - Man City eltir spænskan miðjumann
   lau 01. febrúar 2025 20:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Cunha veit að hann getur spilað með bestu liðum Englands"
Mynd: Getty Images
Matheus Cunha, framherji Wolves, er einn eftirsóttasti leikmaður úrvalsdeildarinnar um þessar mundir.

Hann innsiglaði 2-0 sigur liðsins gegn Aston Villa í kvöld sem varð til þess að Wolves fór upp úr fallsæti. Þetta var ellefta mark hans á tímabilinu.

„Hann er með þessi gæði. Sérstakur leikmaður. Hann er skuldbundinn okkur. Hann veit að hann getur spilað með bestu liðum Englands í framtíðinni en hann er skuldbundinn okkur," sagði Vitor Pereira, stjóri Úlfanna, eftir leikinn í kvöld.

Cunha hefur verið orðaður við mörg af stærstu liðum deildarinnar og það verður áhugavert að fylgjast með því hvort hann muni færa sig um set áður en félagaskiptaglugginn lokar eftir helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner