Tel gæti farið á Old Trafford - Ferguson orðaður við Chelsea - Man City eltir spænskan miðjumann
   lau 01. febrúar 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Brighton fær varnarmann frá Derby (Staðfest)
Mynd: Brighton
Eiran Cashin er genginn til liðs við Brighton frá Derby en hann skrifar undir samning til ársins 2030. Brighton borgar 9 milljónir punda fyrir hann.

Cashin er 23 ára gamall miðvörður. Hann er fæddur á Englandi og er uppalinn hjá Derby en hann hefur leikið fyrir yngri landslið Írlands.

Brighton hefur verið lengi á eftir honum og tókst loksins að klófesta hann.

„Við erum í skýjunum með að næla í Cashin. Hann fékk mikla reynslu úr Championship deildinni. Hann spilar vinstra megin í vörninni sem gefur okkur sterkan möguleika. Við hlökkum til að vinna með honum og fylgjast með honum bæta sig," sagði Fabian Hurzeler, stjóri Brighton.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner