Eiran Cashin er genginn til liðs við Brighton frá Derby en hann skrifar undir samning til ársins 2030. Brighton borgar 9 milljónir punda fyrir hann.
Cashin er 23 ára gamall miðvörður. Hann er fæddur á Englandi og er uppalinn hjá Derby en hann hefur leikið fyrir yngri landslið Írlands.
Brighton hefur verið lengi á eftir honum og tókst loksins að klófesta hann.
„Við erum í skýjunum með að næla í Cashin. Hann fékk mikla reynslu úr Championship deildinni. Hann spilar vinstra megin í vörninni sem gefur okkur sterkan möguleika. Við hlökkum til að vinna með honum og fylgjast með honum bæta sig," sagði Fabian Hurzeler, stjóri Brighton.
"I'm buzzing. Playing in the Premier League is everything I've dreamed of." ???? Eiran's first interview as an Albion player is live! ??????
— Brighton & Hove Albion (@OfficialBHAFC) January 31, 2025
Athugasemdir