Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   lau 01. febrúar 2025 22:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Atletico setur pressu á Real Madrid sem tapaði í Barcelona
Atletico Madrid minnkaði forskot Real Madrid á toppi spænsku deildarinnar í eitt stig eftir að Real missteig sig illilega gegn Espanyol í kvöld.

Fyrri hálfleikurinn var ansi tíðindalítill en Espanyol fékk fyrsta alvöru marktækifærið í seinni hálfleik þegar Carlos Romero aftur fyrir vörn Real Madrid en skaut yfir. Kylian Mbappe átti skot í stöng strax í kjölfarið.

Real Madrid sótti í sig veðrið síðasta stundafjórðunginn en fengu það í bakið þegar Romero tók á móti fyrirgjöf og setti boltann í netið framhjá Thibaut Courtois.

Fyrr í kvöld vann Atletico Madrid sigur á Mallorca þar sem Antoine Griezmann innsigaði sigurinn með marki í uppbótatíma. Hann komst einn í gegn og vippaði yfir Dominik Greif markmann Mallorca fyrir utan teiginn.

Samuel Lino hafði komið Atletico yfir í fyrri hálfleik en hann hefur verið frábær í undanförnum leikjum. Skorað tvö mörk og lagt upp eitt í síðustu þremur leikjum.

Atletico Madrid 2 - 0 Mallorca
1-0 Lino ('26 )
2-0 Antoine Griezmann ('90 )

Getafe 0 - 0 Sevilla

Villarreal 5 - 1 Valladolid
1-0 Ayoze Perez ('42 )
2-0 Pape Gueye ('64 )
3-0 Santi Comesana ('70 )
4-0 Thierno Barry ('86 )
5-0 Denis Suarez ('90 )
5-1 Selim Amallah ('90 )

Espanyol 1 - 0 Real Madrid
1-0 Carlos Romero ('85 )

Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 27 17 6 4 57 26 +31 57
2 Barcelona 26 18 3 5 71 25 +46 57
3 Atletico Madrid 27 16 8 3 44 18 +26 56
4 Athletic 27 13 10 4 45 24 +21 49
5 Villarreal 26 12 8 6 48 36 +12 44
6 Betis 27 11 8 8 35 33 +2 41
7 Mallorca 27 10 7 10 26 33 -7 37
8 Vallecano 27 9 9 9 29 29 0 36
9 Sevilla 27 9 9 9 32 36 -4 36
10 Celta 27 10 6 11 40 41 -1 36
11 Real Sociedad 27 10 4 13 23 28 -5 34
12 Osasuna 26 7 12 7 32 37 -5 33
13 Getafe 27 8 9 10 23 22 +1 33
14 Girona 27 9 6 12 35 40 -5 33
15 Espanyol 26 7 7 12 25 37 -12 28
16 Valencia 27 6 9 12 30 45 -15 27
17 Leganes 27 6 9 12 24 40 -16 27
18 Alaves 27 6 8 13 30 40 -10 26
19 Las Palmas 27 6 6 15 30 45 -15 24
20 Valladolid 27 4 4 19 18 62 -44 16
Athugasemdir
banner
banner