Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, segir að félagið sé mjög aðlaðandi fyrir leikmenn en félagið hefur aðeins fengið einn nýjan leikmann til sín í janúar.
Hann var spurður að því hvort hann búist við því að fá fleiri leikmenn inn fyrir lok gluggans eftir helgi en leikmannahópur Tottenham er ansi þunnur vegna meiðsla margra leikmanna.
Hann var spurður að því hvort hann búist við því að fá fleiri leikmenn inn fyrir lok gluggans eftir helgi en leikmannahópur Tottenham er ansi þunnur vegna meiðsla margra leikmanna.
„Það fer eftir því hverju leikmenn eru að leitast eftir. Maður getur litið á þetta á tvo vegu, formið í deildinni er ekki frábært en það eru miklir möguleikar á að ná árangri hérna síðustu þrjá til fjóra mánuðina," sagði Postecoglou.
„Þetta er enn stórt félag, félag sem getur barist um titla en það er spurning hvort leikmaðurinn sjái þann möguleika sem við sjáum, allavega það sem ég sé klárlega. Maður þarf aga, það sem ég vil alls ekki gera er að ná í einhvern sem verður bara til staðar."
Greint var frá því í gær að Mathys Tel, leikmaður Bayern, hafi hafnað því að ganga til liðs við Lundúnarliðið.
Athugasemdir