Vigdís Lilja Kristjánsdóttir spilaði sinn fyrsta leik með Anderlecht í belgísku deildinni í gær en hún gekk til liðs við félagið í fyrradag.
Vigdís byrjaði á bekknum í 4-1 sigri gegn Genk en kom inn á í seinni hálfleik. Anderlecht er í 2. sæti deildarinnar með 36 stig, stigi á eftir Íslendingaliði Leuven.
Leuven heimsótti Club Brugge í gær og vann 3-1 en Diljá Ýr Zomers er leikmaður Leuven og Lára Kristín Pedersen leikmaður Club Brugge. Hvorugar voru í leikmannahópum liðanna í leiknum.
Eins og fyrr segir er Leuven á toppnum með 37 stigen Club Brugge er í 4. sæti með 22 stig.
Athugasemdir