Tel gæti farið á Old Trafford - Ferguson orðaður við Chelsea - Man City eltir spænskan miðjumann
   lau 01. febrúar 2025 23:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Asensio fer til Aston Villa á láni
Mynd: EPA
Marco Asensio, leikmaður PSG, er á leið til Aston Villa.

Um lánssamning er að ræða og ekkert samkomulag um kaup næsta sumar séu í samningnum. Hann mun fljúga til Englands á morgun.

Asensio er 29 ára gamall spænskur sóknarmaður en hann hefur verið í litlu hlutverki hjá PSG undanfarið. Hann hefur komið við sögu í 16 leikjum á tímabilinu, skorað tvö mörk og lagt upp fjögur.

Það er nóg að gera á skrifstofu Aston Villa því Marcus Rashford, leikmaður Man Utd, er einnig á leið til félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner