Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
þriðjudagur 23. apríl
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 28. apríl
Engin úrslit úr leikjum í dag
banner
lau 18.apr 2020 20:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Jón Gísli: Ég mun aldrei gleyma þessu

Jón Gísli Eyland Gíslason er átján ára leikmaður sem getur leyst margar stöður á vellinum. Hann steig sín fyrstu skref á Sauðárkróki og er yngsti leikmaður í sögu félagsins til að leika deildarleik.

Jón Gísli söðlaði um fyrir síðasta tímabil og samdi við ÍA og flutti á Skagann. Á síðustu leiktíð kom hann við sögu í tíu leikjum fyrir nýliðana. Fótbolti.net hafði samband við Jón Gísla og spurði hann út í tímann á Króknum og árið með Skaganum.

Ég mun aldrei gleyma þessu. Ég var búinn að setja mér markmið að verða yngstur til að spila fyrir meistaraflokkinn á Króknum og á sama tíma að ná að spila með pabba.
Ég mun aldrei gleyma þessu. Ég var búinn að setja mér markmið að verða yngstur til að spila fyrir meistaraflokkinn á Króknum og á sama tíma að ná að spila með pabba.
Mynd/Tindastóll
Með fullri virðingu fyrir öllum sem maður spilaði með í yngri flokkunum þá vorum við ekki með sterk lið og vorum mjög oft neðarlega í keppnum og deildum.
Með fullri virðingu fyrir öllum sem maður spilaði með í yngri flokkunum þá vorum við ekki með sterk lið og vorum mjög oft neðarlega í keppnum og deildum.
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
 Hann var leikmaður sjálfur í meistaraflokknum og því fannst honum, að ég held, mjög erfitt að þjálfa mig og vera á sama tíma í samkeppni um stöðu við mig í meistaraflokksliðinu.
Hann var leikmaður sjálfur í meistaraflokknum og því fannst honum, að ég held, mjög erfitt að þjálfa mig og vera á sama tíma í samkeppni um stöðu við mig í meistaraflokksliðinu.
Mynd/Óli Arnar
Mér fannst ég spila þokkalega og standa mig bara mjög vel miðað við að vera koma úr 2. deild og upp í Pepsi Max-deildina.
Mér fannst ég spila þokkalega og standa mig bara mjög vel miðað við að vera koma úr 2. deild og upp í Pepsi Max-deildina.
Mynd/Raggi Óla
Maður lærir helling af því að vera á bekk og peppa sig upp að koma inná ef kallið kemur.
Maður lærir helling af því að vera á bekk og peppa sig upp að koma inná ef kallið kemur.
Mynd/Raggi Óla
Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og ekki leiðinlegt að mæta góðu Derby liði sem var einfaldlega of stór biti fyrir okkur.
Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og ekki leiðinlegt að mæta góðu Derby liði sem var einfaldlega of stór biti fyrir okkur.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kjölfarið stefni ég á að reyna vinna mér inn fast sæti í liði ÍA og á sama tíma ætla ég að bæta mig ennþá meira sem leikmaður.
Í kjölfarið stefni ég á að reyna vinna mér inn fast sæti í liði ÍA og á sama tíma ætla ég að bæta mig ennþá meira sem leikmaður.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Padova var mín fyrsta reynsluferð sem kom bara allt í einu upp og ég ákvað að fara og prófa að skoða aðstæður. Það var svo ekkert heillandi við þetta lið
Padova var mín fyrsta reynsluferð sem kom bara allt í einu upp og ég ákvað að fara og prófa að skoða aðstæður. Það var svo ekkert heillandi við þetta lið
Mynd/Raggi Óla
Ef ég segi eins og er þá er ég helvíti efnilegur eftir þessi tíu ár í dansinum.
Ef ég segi eins og er þá er ég helvíti efnilegur eftir þessi tíu ár í dansinum.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það tók mikið á að vera alltaf að tapa en maður lærði líka heilmikið á því að vera í liði þar sem hlutirnir gengu sjaldan upp.
Það tók mikið á að vera alltaf að tapa en maður lærði líka heilmikið á því að vera í liði þar sem hlutirnir gengu sjaldan upp.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég hef núna farið tvisvar sinnum til Norrköping og líst mjög vel á þetta félag og voru þeta mjög goðar reynsluferðir til þeirra.
Ég hef núna farið tvisvar sinnum til Norrköping og líst mjög vel á þetta félag og voru þeta mjög goðar reynsluferðir til þeirra.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Ég vona að ég verði kominn á fullt um miðjan maí.
Ég vona að ég verði kominn á fullt um miðjan maí.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég veit af miklum áhuga frá tveimur félögum en það er allt í biðstöðu vegna meiðslanna sem ég lendi í í byrjun árs."
Æfði iðulega upp fyrir sig
Jón Gísli æfði með Tindastóli upp yngri flokkana og æfði iðulega alltaf með þeim sem voru eldri en hann sjálfur. Eru einhver eftirminnileg augnablik úr yngri flokkunum?

„Nei ég get ekki sagt það. Með fullri virðingu fyrir öllum sem maður spilaði með í yngri flokkunum þá vorum við ekki með sterk lið og vorum mjög oft neðarlega í keppnum og deildum," sagði Jón Gísli við Fótbolta.net.

Hvernig leikmaður er Jón Gísli?

„Ég myndi segja að ég sé frekar heilsteyptur leikmaður með góðar sendingar og get leyst margar stöður á vellinum."

Efnilegur dansari
Jón Gísli sagði frá því í 'Hinni hliðinni' að hann sé „rosalegur" dansari þegar hann tekur fram dansskóna. Er hann með einhvern bakgrunn í dansinum?

„Ég get nú ekki sagt það en í grunnskóla var alltaf danskennsla og ef ég segi eins og er þá er ég helvíti efnilegur eftir þessi tíu ár í dansinum," sagði Jón Gísli og hlær.

„Pabbi var ekki búinn að æfa í þrjú ár og mætti á eina æfingu og svo var leikurinn daginn eftir."
Spilaði fyrsta leikinn með pabba sem tók fram skóna
Jón Gísli lék sinn fyrsta deildarleik fyrir meistaraflokkslið Tindastóls árið 2016 þegar hann var einungis fjórtán ára. Þá kom hann inn á í 4-0 sigri á KFR þegar Tindastóll var í 3. deildinni.

Þá spilaði hann með pabba sínum Gísla Eylandi Sveinssyni. Hvernig var þessi upplifun?

„Ég mun aldrei gleyma þessu. Ég var búinn að setja mér markmið að verða yngstur til að spila fyrir meistaraflokkinn á Króknum og á sama tíma að ná að spila með pabba - sem var alveg frábært."

Var einhver saga í kringum þennan leik?

„Eina sagan fyrir þennan leik var að pabbi var ekki búinn að æfa í þrjú ár og mætti á eina æfingu og svo var leikurinn daginn eftir. Ég held að hann sé ennþá að drepast í hnénu eftir þennan leik."

Uppskerir eins og þú sáir
Jón Gísli lék fimmtán leiki sumarið 2017 þegar Tindastóll endaði í 6. sæti 2. deildar. Hvernig var þetta fyrsta heila tímabil í meistaraflokki?

„Þetta var mjög lærdómsríkt tímabil þar sem ég var ekki alveg í uppáhaldi hjá þjálfaranum og eitt af því sem ég lærði þarna er að ef þú gerir þitt á æfingum og æfir vel þá færðu eitthvað til baka og þannig var það."

„Þjálfarinn var svo rekinn á miðju tímabili og nýr kom inn í hans stað og með aðrar hugmyndir. Þá fórum við að spila betur og okkur gekk mjög vel í lok tímabilsins."


Hvernig var að koma inn í Tindastóls liðið undir lok tímabils 2016 og betur árið 2017?

„Ég held að ég hafi komið á réttum tímapunkti inn í liðið þar sem maður fékk tækifæri til að blómstra og fá leikreynslu."

Hafði Jón Gísli alltaf trú á að hann fengi hlutverk í liðinu?

„Ég hafði alltaf trú á að ég myndi fá tækifæri og úr varð að ég fékk það tækifæri."

Samkeppni við spilandi þjálfara
Jón Gísli nefnir að hann hafi ekki verið í uppáhaldi hjá þjálfaranum sem þjálfaði Tindastól fyrri hluta sumars 2017. Getur hann sagt meira frá því?

„Það var sem sagt útlendingur að þjálfa okkur þetta árið og hann hafði þjálfað mig í 4. flokki árið á undan (2016). Hann var leikmaður sjálfur í meistaraflokknum og því fannst honum, að ég held, mjög erfitt að þjálfa mig og vera á sama tíma í samkeppni um stöðu við mig í meistaraflokksliðinu."

„Svo árið eftir var hann ráðinn spilandi þjálfari meistaraflokksliðsins og tók með sér þann pirring sem var fyrra sumarið og lét mig svolítið fá það í bakið."

„En eins og ég sagði (hér að ofan) þá þarf maður bara að leggja harðar að sér og sig þeim mun meira fram - þá mun maður fá eitthvað til baka og það gerðist svo í byrjun sumars að hann fór að gefa mér sénsinn og þannig vann ég mér sæti í liðinu. Við erum fínustu vinir í dag."


Lærir heilmikið á því að tapa
Jón Gísli lék átján leiki sumarið 2018 þegar Tindastóll endar í 8. sæti. Hver var munurinn á þessu tímabili og því árið áður?

„Þetta tímabil var mjög erfitt þar sem ekkert gekk upp fyrr en í síðustu þremur leikjunum. Þá fórum við loksins að spila eins og árið áður."

„Það tók mikið á að vera alltaf að tapa en maður lærði líka heilmikið á því að vera í liði þar sem hlutirnir gengu sjaldan upp. Við vorum að reyna finna leiðir til þess að vinna leiki aftur sem gekk sem betur fer upp undir lok tímabils."


Lærdómsríkt fyrsta tímabil og bekkjarseta
Fyrir síðasta tímabil samdi Jón Gísli við ÍA og fer þá í lið í efstu deild eftir að hafa leikið í 2. deildinni tvö tímabil. Hann kom við sögu í tíu leikjum síðasta sumar. Hvað var það sem heillaði við Akranes?

„Ég fundaði með Jóa Kalla og mér leyst mjög vel á hans hugsun og það sem hann er að þróa á Skaganum. Hans pælingar urðu til þess að ég samdi við ÍA."

Voru mörg lið að skoða Jón Gísla á þeim tímapunkti?

„Nei ég get ekki sagt að þau hafi verið mörg en þau voru nokkur."

Flutti fjölskyldan með á Akranes?

„Nei, ég flutti einn upp á Skaga en kærastan hefur verið mikið hjá mér."

ÍA byrjaði tímabilið mjög vel en svo fjaraði undan. Hvernig fannst Jóni Gísla sér persónulega ganga?

„Mér fannst ég spila þokkalega og standa mig bara mjög vel miðað við að vera koma úr 2. deild og upp í Pepsi Max-deildina. Ég var sáttur með mína frammistöðu."

Hvað lærði Jón Gísli af þessu fyrstu tímabili í efstu deild?

„Ég lærði helling á þessu tímabili og þetta var líka fyrsta tímabilið sem ég sat svolítið á bekknum og maður lærir helling af því að vera á bekk og peppa sig upp að koma inná ef kallið kemur."

Hvernig hefur verið að vera með Jóa Kalla (Jóhannes Karl Guðjónsson) og Sigga Jóns (Sigurð Jónsson) sem þjálfara?

„Jói og Siggi hafa hjálpað mér alveg gífurlega mikið á þessu eina ári sem ég er búinn að vera með ÍA."

Er eitthvað eitt sem þeir hafa hjálpað meira en annað?

„Ég get ekki bent á einhvern einn hlut sem þeir hafa hjálpað mér með því þeir hafa hjálpað mér mikið með allt sem ég hef getað bætt mig í."

ÍA tók þátt í Meistaradeild unglingaliða og var Jón Gísli hluti af því ævintýri. ÍA valtaði yfir eistneskt lið áður en liðið mætti Derby. Derby reyndist svo ofjarl Skagaliðsins en hvernig var að taka þátt í þessu ævintýri?

„Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og ekki leiðinlegt að mæta góðu Derby liði sem var einfaldlega of stór biti fyrir okkur."

Misheillandi reynsluferðir
Jón Gísli hefur farið á reynslu til bæði Padova á Ítalíu og Norrköping í Svíþjóð. Hvernig voru þessar ferðir?

„Padova var mín fyrsta reynsluferð sem kom bara allt í einu upp og ég ákvað að fara og prófa að skoða aðstæður. Það var svo ekkert heillandi við þetta lið."

„Ég hef núna farið tvisvar sinnum til Norrköping og líst mjög vel á þetta félag og voru þetta mjög góðar reynsluferðir til þeirra."


Hafa fleiri lið boðið Jóni Gísla að koma og skoða aðstæður?

„Já mér var boðið að fara á reynslu hjá Start í Noregi en ég álags brotnaði í byrjun árs og þá var það sett til hliðar, í bili í það minnsta."

Veit af miklum áhuga tveggja félaga
Síðasta haust var slúðrað um að Jón Gísli væri mögulega á leið út. Var hann nálægt því að fara út síðasta haust?

„Nei ekki svo ég viti til. Ég veit af miklum áhuga frá tveimur félögum en það er allt í biðstöðu vegna meiðslanna sem ég lendi í í byrjun árs."

Vonandi kominn á fullt eftir mánuð
Jón Gísli minnist á að hann hafi meiðst í janúar. Hvað er það sem gerist og hvenær verður hann kominn á fullt skrið?

„Það sem sagt brotnaði bein rétt hjá litlu tánni í lok janúar og ég fór í aðgerð um leið."

„Ég hef verið í endurhæfingu í tvo mánuði og er núna byrjaður að hlaupa og sparka aðeins í bolta. Ég er með góða styrktar- og sjúkraþjálfara uppá Skaga sem fylgjast vel með mér. Ég vona að ég verði kominn á fullt um miðjan maí."


Stefnir á fast sæti í liði ÍA
Að lokum: Hver eru markmið Jóns Gísla fyrir komandi tímabil með liði ÍA?

„Fyrsta markmið er að jafna mig á meiðslunum og ná að koma mér almennilega í gang."

„Í kjölfarið stefni ég á að reyna vinna mér inn fast sæti í liði ÍA og á sama tíma ætla ég að bæta mig ennþá meira sem leikmaður,"
sagði Jón Gísli að lokum.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Jón Gísli Eyland (ÍA)
Athugasemdir
banner