Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 01. september 2021 08:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikael Neville í AGF (Staðfest)
Mikael á laandsliðsæfingu í dag.
Mikael á laandsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
AGF í Árósum tókst að landa landsliðsmanninum Mikael Neville Anderson seint í gærkvöld.

Það gekk erfiðlega hjá AGF að ná samkomulagi við Midtjylland um kaupverð en það tókst að lokum. Talað er um að AGF borgi 15 milljónir danskra króna fyrir Mikael, um 2 milljónir evra. Það jafngildir rúmum 300 milljónum íslenskra króna.

Mikael vildi ólmur yfirgefa herbúðir Midtjylland og hann fékk ósk sína uppfyllta seint í gærkvöld.

Hann þekkir vel til hjá AGF, þar sem hann var hjá félaginu þegar hann var yngri.

AGF hefur farið illa af stað í dönsku úrvalsdeildinni og er í næst neðsta sæti deildarinnar. Hjá félaginu hittir Mikael félaga sinn í landsliðinu, Jón Dag Þorsteinsson.

Mikael, sem getur spilað á miðju og á kanti, er í augnablikinu með íslenska landsliðinu sem tekst á við þrjá mikilvæga landsleiki í undankeppni HM á næstu dögum.
Athugasemdir
banner