Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   sun 01. september 2024 18:36
Brynjar Ingi Erluson
Ánægður með sigurinn á Old Trafford - „Þetta var verðskuldað“
Arne Slot
Arne Slot
Mynd: EPA
Arne Slot, stjóri Liverpool, var ánægður með að landa fyrsta sigri sínum gegn erkifjendunum í Manchester United, en liðið vann nokkuð öruggan 3-0 sigur á Old Trafford.

Öll þrjú mörk Liverpool komu eftir einstaklingsmistök. Casemiro gerði mistök í báðum mörkum Luis Díaz og þá tapaði Kobbie Mainoo boltanum í þriðja markinu sem Mohamed Salah skoraði.

United fékk ágætis færi í leiknum en Alisson var traustur í markinu og varði allt sem kom að marki.

„United-liðið sýndi mikla hörku í byrjun og á þeim tímapunkti þurftum við að finna okkur, en þú veist að það verða erfið augnablik þegar þú ferð á Old Trafford. Við komumst í gegnum þau.“

„Ég var mest hrifinn af því að við héldum áfram að spila á sama hátt eftir frábæra markið sem var dæmt af. Við skoruðum nokkur góð mörk og þurftum á Alisson að halda í síðari hálfleiknum sem átti nokkrar mikilvægar vörslur, en sigurinn var verðskuldaður.“

„Við erum ekki með eitt ákveðið leikskipulag frá aftasta manni. Við viljum pressa andstæðinginn hátt uppi. Leikskipulagið var meira og minna þannig að Dominik hefur verið að spila hægra megin, en í dag vorum við með hann vinstra megin.“

„Á síðasta tímabili var Man Utd að taka maður á mann á miðjunni en á þessu tímabili eru þeir með níu eða tíu í pressu í 4-4-2 leikkerfi. Þeir leggja harðar að sér þegar boltanum er spilað í gegnum þá, því þá hlaupa þeir meira. Þetta er það sem ég sá úr fyrstu leikjum liðsins á tímabilinu,“
sagði Slot.

Liverpool hefur unnið alla þrjá leiki sína á tímabilinu og ekki enn fengið á sig mark.
Athugasemdir
banner
banner
banner