Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   sun 01. september 2024 11:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarliðin í enska: Neto í fyrsta sinn í byrjunarliðinu - Van de Ven ekki í hóp
Mynd: Chelsea

Tveir leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni klukkan 12:30. Byrjunarliðin eru komin inn.


Chelsea fær Crystal Palace í heimsókn en Pedro Neto byrjar sinn fyrsta deildarleik fyrir Chelsea eftir komuna frá Wolves í sumar. Hann kemur inn í liðið fyrir Mykhailo Mudryk.

Það eru þrjár breytingar á liði Crystal Palace sem tapaði gegn West Ham í síðustu umferð Nathaniel Clyne kemur inn fyrir Chadi Riad sem er meiddur. Will Huges og Daichi Kamada koma einnig inn í liðið.

Það er ein breyting á liði Newcastle sem gerði jafntefli gegn Bournemouth í síðustu umferð. Harvey Barnes kemur inn fyrir Jacob Murphy.

Mickey van de Ven er ekki í leikmannahópi Tottenham. Radu Dragusin kemur inn í hans stað. Önnur breyting á byrjunarliði Tottenham frá 4-0 sigri liðsins á Everton er sú að Pape Sarr kemur inn fyrir Brennan Johnson.

Crystal Palace: Henderson, Clyne, Guehi, Richards, Mitchell, Munoz, Wharton, Hughes, Kamada, Eze, Mateta

Chelsea: Sanchez, Cucurella, Fofana, Colwill, Gusto, Caicedo, Enzo, Palmer, Madueke, Jackson, Neto


Tottenham: Vicario; Pedro Porro, Romero, Dragusin, Udogie; Sarr, Bissouma; Kulusevski, Maddison, Odobert; Son.

Newcastle: Pope; Livramento, Krafth, Burn, Kelly; Longstaff, Guimaraes, Joelinton; Gordon, Isak, Barnes


Athugasemdir
banner
banner
banner